Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Þakklæti
Leiðari 21. mars 2025

Þakklæti

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Bændablaðið hefur í áranna rás notið góðs af sterkum tengslum við bændur landsins. Fyrir utan að vera höfðingjar heim að sækja búa þeir yfir einstakri og uppbyggilegri sýn á hin ýmsu þjóðfélagsmál sem reynst hefur blaðinu haldgott veganesti.

Sú jákvæðni og rammheiðarleg innsýn í tilveru fólks víða um land, sem veitir aðgang að daglegu lífi sínu, tel ég að sé kjarni Bændablaðsins og ein meginástæða þess að blaðið nýtur jafnmikillar velvildar og raun ber vitni.

Bændablaðið hefur verið gefið út af Bændasamtökum Íslands í þrjátíu ár. Saga þess er þó lengri, eins og fram kemur í sérstöku aukablaði sem gefið er út af tilefninu. Vöxtur blaðsins hefur verið stöðugur gegnum árin, sér í lagi vegna þess að blaðið hefur notið trausts lesenda sinna.

Bændablaðið er einstakur fjölmiðill á heimsvísu. Blaðið er fréttamiðill, sem rýnir í og skýrir frá málefnum líðandi stundar innan atvinnugreinar landbúnaðar og veitir með því aðhald.

Blaðið er einnig mannlífsmiðill, sem birtir einlæg viðtöl við landsmenn hringinn í kringum landið. Þá er þar reglulegt afþreyingarefni.

Einnig miðlar Bændablaðið faglegu efni um landbúnaðinn og niðurstöðum nýjustu rannsókna sem bændur geta nýtt sér í sínum störfum. Blaðið er einnig áhugaverður vettvangur skoðanaskipta.

Þá er Bændablaðið rómaður auglýsingamiðill og hefur stóreflst sem slíkur síðustu ár. Leitun er að viðlíka samsetningu fjölbreyttra efnistaka í einum og sama miðlinum.

Árangur blaðsins er engin tilviljun. Kjarninn liggur í starfsmönnum þess. Í gegnum árin hefur þar starfað metnaðarfullt starfsfólk, sem í raun lyftir grettistaki aðra hvora viku ársins með útgáfu hvers tölublaðs. Handtökin eru óteljandi, dagarnir erilsamir og orðin býsna mörg. Sjö starfsmenn starfa að blaðinu árið um kring í dag en um tuttugu manns koma að jafnaði að hverri útgáfu.

Með svo lítinn kjarnahóp með risastórt verkefni fyrir höndum alla daga er óhjákvæmilegt að skapist einstakur starfsandi og dýnamísk samvinna. Má fullyrða að sjaldan sé lognmolla á ritstjórn Bændablaðsins.

Starfsfólk Bændablaðsins hefur verið mér sem fjölskylda öll þau ár sem ég hef ritstýrt miðlinum. Kann ég þeim innilegar þakkir fyrir einstakt og viðburðaríkt samstarf, stuðning og ómetanlega vináttu.

Ég óska ykkur öllum áframhaldandi velfarnaðar í lífi og starfi, ég tel mig hafa notið forréttinda að fá að vinna með ykkur. Ég óska enn fremur Þresti Helgasyni velgengni í starfi ritstjóra Bændablaðsins.

Ég byrjaði að leggja Bændablaðinu til efni árið 2015 og hef því komið að útgáfunni í áratug. Síðustu þrjú ár hefur mér verið treyst fyrir ritstjórn blaðsins. Kann ég Bændasamtökunum kærar þakkir fyrir það traust og að hafa veitt mér öruggt starfsumhverfi öll þessi ár.

Megi gróska og gæfa fylgja Bændablaðinu um ókomna tíð.

Takk fyrir mig.

Bláskógabyggð fremst í flokki
Fréttir 12. nóvember 2025

Bláskógabyggð fremst í flokki

Bláskógabyggð hefur verið útnefnd í fyrsta sæti af fjórum „Sveitarfélögum ársins...

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi
Fréttir 11. nóvember 2025

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi

Á dögunum voru kynnt áform um opnun þjónustumiðstöðvar, sem Drangar ehf. ætla að...

Nýr verslunarstjóri í Hrísey
Fréttir 11. nóvember 2025

Nýr verslunarstjóri í Hrísey

Ásrún Ýr Gestsdóttir tók í haust við sem verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar. He...

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings
Fréttir 11. nóvember 2025

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings

Dalabyggð og Húnaþing vestra eru nú á fullu í sameiningarviðræðum en ákveðið hef...

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi
Fréttir 10. nóvember 2025

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi

Veðurstofan hefur vaktað ýmis efni í úrkomu og lofti á Stórhöfða í Vestmannaeyju...

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt
Fréttir 10. nóvember 2025

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt

Umsagnarferli um umdeild frumvarpsdrög þar sem breyta á búvörulögum, lauk 24. ok...

Raflínunefnd umdeild
Fréttir 10. nóvember 2025

Raflínunefnd umdeild

Sveitarfélög og hagsmunasamtök landeigenda hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun raf...

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f