Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Þægilegar smekkbuxur
Hannyrðahornið 10. júní 2020

Þægilegar smekkbuxur

Höfundur: Handverkskúnst
Prjónaðar buxur fyrir börn með axlaböndum úr DROPS Flora. Stykkið er prjónað með sléttu prjóni og í stroffprjóni. 
 
Stærðir: (<0) 0/1 (1/3) 6/9 (12/18) mánaða - (2 - 3/4) ára.
 
Garn:  Drops Flora (fæst í Handverkskúnst)
- Gallabuxnablár nr 13: (100) 100 (100) 100 (100) g
Prjónfesta; 
24 lykkjur x 32 umferðir í sléttu prjóni = 10x10 cm.
 
Prjónar: Sokka- og hringprónn 40 cm, nr 2,5 og 3
 
Garðaprjón (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.
 
Útaukning (á við um hliðar á skálmum): Prjónið þar til 1 lykkja er eftir að prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttu prjóni.
 
Úrtaka: Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir að  prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið órprjónuðu lykkjunni. Fækkið lykkjum svona við bæði prjónamerkin.
 
BUXUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Hvor skálm er prjónuð fyrir sig á sokkaprjóna áður en þær eru settar saman, fitjaðar eru upp lykkjur fyrir klofi og stykkið er síðan prjóna í hring á stuttan hringprjón.
 
Framstykki og bakstykki er prjónað fram og til baka.
 
SKÁLM: Fitjið upp (40) 44 (48) 48 (56) - (60-64) lykkjur á sokkaprjóna nr 2,5. Prjónið 1 umferð slétt og  síðan stroff (= 2 slétt, 2 brugðið), þar til stykkið mælist 5 cm. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 3 og prjónið slétt í hring. Setjið 1 prjónamerki í byrjun umferðar, aukið er út sitthvoru megin við það.+
 
Þegar stykkið mælist 10 cm, er aukið út um (0) 1 (1) 1 (1) - (1-1) lykkju hvoru megin við prjónamerki – sjá ÚTAUKNING. Aukið þannig út með (0) 2 (2) 2 (3) - (5-7) cm millibili alls (0) 4 (7) 8 (7) - (6-5) sinnum = (40) 52 (62) 64 (70) - (72-74) lykkjur. Prjónið áfram slétt þar til stykkið mælist (16) 18 (25) 26 (31) - (39-42) cm. Færið prjónamerkið um (20) 26 (31) 32 (35) - (36-37) lykkjur (= ytri hlið á skálm).
Prjónamerkið merkir ytri hlið á skálm, það á að fækka lykkjum hvoru megin við prjónamerkið síðar.
 
Klippið frá. Prjónið hina skálmina alveg eins.
 
BUXUR: Sameinið skálmarnar á hringprjón nr 3 þannig: Fitjið upp (8) 8 (8) 10 (10) - (12-12) lykkjur, prjónið yfir lykkjurnar frá annarri skálminni, fitjið upp (8) 8 (8) 10 (10) - (12-12) lykkjur, prjónið yfir lykkjurnar frá hinni skálminni = (96) 120 (140) 148 (160) - (168-172) lykkjur.
 
Umferð byrjar fyrir miðju að aftan, mitt í fyrstu (8) 8 (8) 10 (10) - (12-12) lykkjunum, setjið prjónamerki sem markar upphaf umferðar. Haldið áfram í hring og prjónið slétt. Þegar stykkið mælist 2 cm frá þar sem stykkin voru sett saman, er fækkað um (0) 1 (1) 1 (1) - (1-1) lykkju hvoru megin við hvort prjónamerki í hliðum – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með (0) 8 (3) 6 (4) - (8-10) cm millibili alls (0) 2 (5) 3 (4) - (3-2) sinnum = (96) 112 (120) 136 (144) - (156-164) lykkjur.
 
Prjónið áfram slétt þar til stykkið mælist (11) 13 (14) 17 (18) - (19-20) cm frá sameiningu skálma. Prjónið nú upphækkun að aftan þannig: Prjónið (7) 7 (9) 9 (9) - (9-9) lykkjur slétt, snúið við, herðið á þræði, prjónið (14) 14 (18) 18 (18) - (18-18) lykkjur brugðið, snúið við, herðið á þræði, prjónið (20) 20 (26) 26 (26) - (26-26) lykkjur slétt, snúið við, herðið á þræði, prjónið (26) 26 (34) 34 (34) - (34-34) lykkjur brugðið til baka. Haldið svona áfram með því að prjóna (6) 6 (8) 8 (8) - (8-8) lykkjum fleiri í hvert skipti sem snúið er við þar til prjónað hefur verið yfir alls (50) 50 (66) 66 (82) - (82-82) lykkjur. Snúið.
 
Prjónið 1 umferð slétt og jafnið lykkjufjöldan í (95) 115 (120) 140 (145) - (160-165) lykkjur. Skiptið yfir á stuttan hringprjón nr 2,5. Prjónið stroff (= 2, 3 slétt) út umferð. Þegar stroffið mælist 4 cm, fellið af þannig: Prjónið 2 lykkjur brugðið, 3 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, 3 lykkjur slétt, 1 lykkja GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, fellið af næstu (19) 24 (24) 34 (34) - (39-39) lykkjurnar, 2 lykkjur garðaprjón, haldið áfram með stroff yfir næstu (33) 38 (43) 43 (48) - (53-58) lykkjurnar, 2 lykkjur garðaprjón (= framstykki), fellið af næstu (19) 24 (24) 34 (34) - (39-39) lykkjurnar, 1 lykkja garðaprjón og prjónið stroff yfir þær (8) 13 (13) 13 (13) - (13-13) lykkjur sem eftir eru.
 
BAKSTYKKI: = (20) 25 (25) 25 (25) - (25-25) lykkjur. Haldið áfram fram og til baka með stroffprjóni og 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið á stykki, þar til stykkið mælist (2) 3 (3) 4 (4) - (5-5) cm frá skiptingu. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 1 lykkju garðaprjón, 3 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, 3 lykkjur slétt, 1 lykkja garðaprjón, fellið af næstu (0) 5 (5) 5 (5) - (5-5) lykkjurnar, 1 lykkja garðaprjón, 3 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, 3 lykkjur slétt og 1 lykkja garðaprjón = 10 lykkjur eftir fyrir hvort axlaband.
 
AXLABAND: Haldið áfram með stroff og 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið, fram og til baka þar til axlabandið mælist ca 18-24 cm (eða að óskaðri lengd). Fellið af og endurtakið á hinni hliðinni.
 
FRAMSTYKKI: = (37) 42 (47) 47 (52) - (57-62) lykkjur. Haldið áfram fram og til baka með stroffi og 1 lykkju garðaprjóni í hvorri hlið á stykki. Þegar stykkið mælist (4) 6 (7) 9 (10) - (11-12) cm, fellið af fyrir 2 hnappagötum frá réttu þannig: Prjónið 2 lykkjur garðaprjón, 3 lykkjur slétt, 2 lykkjur garðaprjón, 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið eins og áður þar til 10 lykkjur eru eftir, 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið, 3 lykkjur slétt, 2 lykkjur garðaprjón.
 
Þegar stykkið mælist (5) 7 (8) 10 (11) - (12-13) cm, skiptið yfir á hringprjón nr 2,5 og prjónið 4 umferðir garðaprjón yfir allar lykkjur. Fellið af.
 
FRÁGANGUR:
Saumið lykkjurnar saman í klofi og gangið frá endum. Saumið 1 tölu í hvort axlaband.
 
Prjónakveðja,
Mæðgurnar í Handverkskúnst, www.garn.is 
Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði
Fréttir 21. mars 2025

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði

Slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður...

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...