Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Teygjanlegt vegakerfi
Mynd / Bbl
Skoðun 21. desember 2020

Teygjanlegt vegakerfi

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Aukin áhersla sem nú er lögð á uppbyggingu vegakerfisins er sannarlega þakkarverð, ekki síst eftir trassaskap í fjölda ára við að byggja upp og viðhalda þessu mikilvæga innviðakerfi landsins. Það er því dapurlegt að ár eftir ár skuli vera fréttir af því að slitlag á löngum vegaköflum sé eitt vaðandi olíusull vegna meðvitaðrar ákvörðunar um ónothæfa framkvæmd við lagningu slitlags. 

Það er grafalvarlegt mál að þeir sem fara með framkvæmd vegamála í landinu skuli komast upp með að bjóða landsmönnum upp á stórhættulega efnasamsetningu á slitlagi sem tilkomin er út af einhverjum furðulegum umhverfisverndarrökum. 

Það vita það allir sem vilja vita að tæknin við að nota bik við að binda steinefni í slitlag vega, byggir á þeim eiginleikum biksins að það harðni eftir að það er lagt. Til að gera bikið nothæft til útlagningar var blandað í það „white spirit“ sem er ekki ósvipað terpentínu. Það gufar fljótt upp og við það harðnar bikið. Í þeirri viðleitni að gerast ofur umhverfisvænir töldu „sérfræðingar“ pólitíkusum og öðrum trú um að hægt væri að nota jurta- eða dýrafituolíu til að mýkja bikið fyrir útlagningu í stað terpentínu. Það sem „sérfræðingarnir“ létu ekki fylgja röksemdafærslu sinni var að þegar feitri jurta- eða dýrafituolíu er blandað í bik, þá veldur það því að bikið verður alltaf seigfljótandi vegna þess að olían gufar ekki upp eins og white spirit. Þarna ræður ríkjum einföld efnafræði. 

Samkvæmt glænýjum upplýsingum sem Bændablaðinu bárust frá Bergþóru Þorkelsdóttur, forstjóra Vegagerðarinnar, þá er augljóst hvað er að gerast við það sem kallað er blæðingu vega. Það er nánast alfarið hætt að nota white spirit við lagningu vegklæðninga á Íslandi og í staðinn notuð lífræn feiti.

Bergþóra segir að repjuolía hafi ekki verið notuð í klæðningar í um áratug. Í stað  white spirit og síðar repjuolíu, fóru menn að nota fiskolíu eða „ethylester“ til íblöndunar í bik. 

Búin hefur verið til uppskrift sem sérfræðingar Vegagerðarinnar hafa samið og er hún kölluð „Þjálbik“. Í það fer 6,5% „ethylester“, eða um 426 tonn á ári. Nafnið Þjálbik, segir eiginlega allt sem segja þarf. Bikið verður þjált og teygjanlegt en harðnar ekki eins og ef eingöngu væri notað white spirit. 

Vegagerðin notar aðeins 1 tonn af white spirit á ári í „Bikþeytu“ sem er annað nafn á uppskrift frá þeirri stofnun og er notuð aðallega í holufyllingar ef rétt er skilið. Bikþeytan inniheldur aðeins 1,4% white spirit. Enn ein uppskriftin í kokkabók Vegagerðarinnar heitir „Þunnbik“, sem líka er notað að mestu í holufyllingar. Í það fer 11%  af white spirit og 21 tonn í heildina á ári. 

Eitt er alveg öruggt í þessari leiðinda umræðu, en það er að hvorki Vegagerðin né stjórnmálamenn þessa lands geta boðið upp á það lengur að fólk sé í stórkostlegri hættu á þjóðvegum landsins ár eftir ár, vegna þess að slitlagið er ónothæft. Þetta hefur valdið stórtjóni á ökutækjum, slysum og jafnvel manntjóni. Hjá Vegagerðinni og í pólitíkinni starfar margt afburða fólk, sem er samviskusamt, með góðar meiningar og vill vinna sína vinnu í sátt við alla landsmenn. Það getur ekki verið að við viljum að þetta fólk þurfi að sitja uppi með mannslíf á samviskunni vegna einhverra tæknilegra vandamála sem menn draga lappirnar með að leysa. 

Að þessu sögðu þakka ég lesendum Bændablaðsins fjær og nær fyrir ánægjuleg samskipti á árinu og megi gæfan vera með landsmönnum öllum. Gleðileg jól. 

Skylt efni: Vegamál | malbik | vegaklæðning

Ætlunin að jafna leikinn
Fréttir 25. mars 2025

Ætlunin að jafna leikinn

Markmið nýs jarðhitaátaks er að jafna leikinn á milli þeirra 90% landsmanna sem ...

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr
Fréttir 25. mars 2025

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr

Matsáætlun um vindorkuver á Þorvaldsstöðum í Borgarbyggð er nú í skipulagsgátt. ...

Jóhannes nýr bústjóri
Fréttir 24. mars 2025

Jóhannes nýr bústjóri

Jóhannes Kristjánsson hefur verið ráðinn bústjóri Hvanneyrarbúsins.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...