Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Tannstaðabakki
Bærinn okkar 1. desember 2016

Tannstaðabakki

Guðrún Eik og Óskar tóku við búinu 1. janúar 2014 af foreldrum Guðrúnar, Ólöfu og Skúla, en hún er  6. ættliðurinn sem býr á Tannstaðabakka. Þar hefur sama ættin búið frá því milli 1820–1830. 
 
Fjölskyldan á Tannstaðabakka.
Foreldrar Guðrúnar búa enn í sínu húsi og reka 2 kjúklingaeldishús, en Guðrún og Óskar byggðu  nýtt íbúðarhús á jörðinni. Það má segja að þau hafi ekki setið auðum höndum en á þessum tæpu þremur árum stækkuðu þau stíupláss í nautaeldishúsi um þriðjung, rifu út úr 2/3 af fjárhúsunum og innréttuðu fyrir nautgripauppeldi. Að svo búnu  byggðu þau íbúðarhús og eignuðust tvíbura.
 
 
Býli:  Tannstaðabakki.
 
Staðsett í sveit: Hrútafirði, Húnaþingi vestra. 
 
Ábúendur: Guðrún Eik Skúladóttir  og Óskar Már Jónsson.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Tvíburadæturnar Bjarnveig Anna og Þórey Sunna, 1 árs, hvolpurinn Táta og kettirnir Kólumbus og Arinn Eldur. Foreldrar Guðrúnar, Ólöf og Skúli, búa einnig á jörðinni.
 
Stærð jarðar?  300 ha.
 
Gerð bús? Aðallega kúabúskapur, nokkrar kindur og hænur.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Erum með 38 árskýr, nautaeldi – alls um 150 nautgripir. Þá erum við með 72 kindur, sjö hænur, hundu og tvo ketti.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Byrjað og endað á mjöltum og ýmis verk þar á milli, eða það sem fellur til á hverjum árstíma. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Guðrúnu finnst skemmtilegast að mjólka og stússast í kringum kindurnar og ungviðið hverju sinni, en leiðinlegast í bókhaldinu. Óskari finnst skemmtilegast í öllu sem tengist jarðrækt, en leiðinlegast í öllu sem viðkemur kindum.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár?  Við stefnum á að vera búin að byggja nýtt fjós og fjölga kúnum upp í 60. Nóg af gripum í uppeldi og nóg að gera. 
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Félagsmál bænda eru gríðarlega mikilvæg fyrir bændastéttina. Þar er oft unnið óeigingjarnt og á tíðum vanþakklátt starf í okkar þágu. Því er regluleg endurnýjun í öllum félögum af hinu góða og í raun nauðsynleg.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Við erum bjartsýn og höfum óbilandi trú á íslenskum landbúnaði, svo við trúum ekki öðru en að íslenskum landbúnaði muni vegna vel í framtíðinni.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Helstu tækifærin eru í íslenska lambakjötinu og íslenska skyrinu. 
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, ostur og smjör.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambalæri og nautalund.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Fyrsta vorið okkar fór lóðning í tölvunni í mjaltabásnum. Þetta uppgötvaðist þegar kvöldmjaltir voru að fara af stað og kl. 21 um kvöldið brunuðum við hjónin af stað á Selfoss, en þar var staðsettur eini varahluturinn sem til var í landinu. Við vorum komin til baka um 4-leytið um nóttina, og kýrnar orðnar ansi reiðar yfir því hve kvöldmjöltunum hafði seinkað. Við ræstum út rafvirkjann og kl. 7 um morguninn kláruðum við mjaltirnar, á sama tíma og við værum að byrja morgunmjaltirnar venjulega.
Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...

Landbúnaður í fjárlögum  ársins 2024
Fréttir 21. september 2023

Landbúnaður í fjárlögum ársins 2024

Í síðustu viku kynnti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fjárlagafrumvarp sitt...

Garðyrkjubændur í áfalli
Fréttir 21. september 2023

Garðyrkjubændur í áfalli

Einu landbúnaðartengdu verk­efnin í fjárlögum ríkisins fyrir árið 2024 sem fá au...

Varnarlínur breytast
Fréttir 21. september 2023

Varnarlínur breytast

Með nýjum tólum er líklegt að áherslan á varnarlínur og niðurskurð minnki í bará...

Alls staðar fækkun sláturlamba
Fréttir 21. september 2023

Alls staðar fækkun sláturlamba

Sláturtíð er komin á fullt og kemur fé vænt af fjalli. Eins og er starfa öll slá...

Nýr landnemi úr svepparíkinu
Fréttir 20. september 2023

Nýr landnemi úr svepparíkinu

Sveppur af ættkvíslinni Rhizopogon fannst nýlega á Íslandi en hann hefur ekki ve...