Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Syðri-Völlur
Bóndinn 1. mars 2022

Syðri-Völlur

Margrét Jónsdóttir frá Syðra-Velli og Þorsteinn Ágústsson frá Brúnastöðum hófu búskap á Syðra-Velli vorið 1982, en þá komu aftur kýr á bæinn eftir nokkurt hlé.

Þau tóku við jörðinni af foreldrum Margrétar, en hún er fjórði ættliður sem situr jörðina.

Býli:  Syðri-Völlur.

Staðsett í sveit: Í Gaulverja­bæjarhreppi hinum forna, nú Flóahreppi.

Ábúendur: Margrét Jónsdóttir og Þorsteinn Ágústsson þar til í desember 2019 þegar hann féll frá.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Guðbjörg Anna, f. 1984, látin 1994, Ingveldur, f. 1994, vefstjóri Ullarverslunarinnar í Gömlu Þingborg, búsett á Selfossi, Jón Gunnþór, f. 1998, búfræðingur og húsasmiður og starfsmaður búsins og Ágúst, f. 2004, nemi í FSu á málmiðnbraut.

Stærð jarðar? 162 hektarar. Auk þess með á leigu 110 hektara á næstu jörðum.

Gerð bús? Hefðbundið blandað bú.

Fjöldi búfjár og tegundir? Tæplega 100 nautgripir, rúmlega 100 fjár og hrossastóð í haga. Meindýraeyðirinn Brandur og smalahundarnir Skotta og sonur hennar Snati.
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Mjaltir kvölds og morgna og gegningar þess á milli.
Fyrir hádegi fer Margrét í sína aðra vinnu sem er Ullarverslunin í Gömlu Þingborg þar sem hún er verslunarstjóri.



Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Heyskapur í góðri tíð er eitthvað það skemmtilegasta. Leiðinlegast er þegar lóga þarf skepnum.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Vonandi verður hann með svipuðu sniði, en með aukinni mjólkurframleiðslu.
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í framleiðslu íslenskra búvara? Til að nefna eitthvað, í mjólk og mjólkurvörum.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Smjör og ostur, skyr og rjómi.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Fólkið er alætur og finnst allur matur góður. Kannski stendur þó grillað hrossakjöt upp úr.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar það kom aftur sauðfé á bæinn haustið 2008, eftir riðuniðurskurð 2006.

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...