Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Á fimmtán prósent danskra svínabúa er nær helmingur svínanna.
Á fimmtán prósent danskra svínabúa er nær helmingur svínanna.
Mynd / News Oresund – Wikimedia Commons
Utan úr heimi 15. maí 2023

Svínum fækkar í Danmörku

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Árið 2022 fækkaði dönskum svínum um sex prósent, samanborið við árið áður. Á sama tíma fækkaði svínabúum um sjö prósent.

Þar með helst meðalstærð danskra svínabúa nær óbreytt milli ára. Frá þessu greinir hagfræðistofnun Danmerkur, Danmarks Statistik.

Fjöldi svína í landinu árið 2022 voru 12,4 milljónir á 2.399 svínabúum. Samanborið við árið 2012, þá er svínafjöldinn í landinu nær óbreyttur, en búum hefur fækkað um nær 2.000. Inni í þessum tölum eru gyltur, geltir, smágrísir og sláturgrísir.

Undanfarin ár hefur meðalstærð eininga í danskri svínarækt stækkað með innkomu stórra búa. Dönsk svínabú eru að meðaltali með tæp 5.200 svín, samanborið við 2.900 svín árið 2012. Árið 2012 voru einungis fjögur prósent búa með yfir 10.000 einstaklinga, á meðan hlutfallið í dag er að nálgast 15 prósent, eða 348 bú. Á þessum stóru búum eru 47 prósent danskra svína.

Ástæða þessarar fækkunar er rakin til versnandi afkomu danskra svínabænda. Þó afurðaverð til bænda hafi hækkað um níu prósent, hefur verðið á fóðri hækkað enn meir, eða um 32 prósent. Innrás Rússa í Úkraínu orsakar þessa miklu hækkun á korni.

Danska hagfræðistofnunin kemur sérstaklega inn á aukna sérhæfingu búa í landinu. Danir hafa verið með þá sérstöðu að húsdýr af mismunandi tegundum eru gjarnan á sömu búunum – jafnvel í sömu útihúsunum. Árið 2002 var 11,3 prósent búa bæði með kýr og svín, á meðan í dag eru búin 400, sem svarar til 2,6 prósent.

Skylt efni: Svínarækt | svínabú

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...