Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ólga er meðal rússneskra svínabænda vegna pestarinnar.
Ólga er meðal rússneskra svínabænda vegna pestarinnar.
Mynd / Kimberly Lake
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. Nærri 6.000 svínum var fargað í kjölfarið.

Nærri 80 tilfelli hafa greinst af afrísku svínaflensunni í Rússlandi það sem af er ári. Flest tilfellin voru í villtum gripum og hjá smábændum. Í lok sumars greindist svínaflensa á svínabúinu Shuvalovo í Kostroma héraði í Rússlandi. Það er fyrsta tilfellið sem greinist á svínabúi á iðnaðarskala og hafa minnst þrjú bú þurft að skera niður af þeim sökum. Pig Progress greinir frá.

Þrátt fyrir að verksmiðjubú sem þessi séu betur varin en smábú og villtir gripir, þá er svínaflensan sérstaklega skæð í lok sumars og byrjun hausts og erfitt að verjast henni. Shuvalovo svínabúið er það stærsta í héraðinu með 75.000 sláturgripi á ári hverju.

Þrátt fyrir að framleiðsla og vinnsla hafi verið stöðvuð á búinu verða áhrifin á rússneska svínakjötsmarkaðinn óveruleg vegna viðvarandi offramboðs.

Yuri Kovalev, formaður Sambands rússneskra svínakjötsframleiðenda, segir ólgu innan sinna raða vegna ágangs afrískrar svínaflensu, en tekur jafnframt fram að þeir séu með stjórn á ástandinu sem stendur.

Skylt efni: svínaflensa

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í íslenskum svínum
Fréttir 11. júlí 2025

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í íslenskum svínum

Matvælastofnun (MAST) greindi frá því í byrjun mánaðar að MÓSA bakteríur hefðu g...

Ársfundi LSB frestað aftur
Fréttir 11. júlí 2025

Ársfundi LSB frestað aftur

Í sumar hefur þurft að fresta ársfundi Lífeyrissjóðs bænda tvisvar.

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað
Fréttir 11. júlí 2025

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað

Þrjár sauðfjárveikivarnarlínur hafa verið lagðar niður og fækkar varnarhólfum um...

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár
Fréttir 11. júlí 2025

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár

Atvinnuvegaráðuneytið hefur sent kartöflubændunum í Hrauk í Þykkvabænum fyrirmæl...

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....