Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Ólga er meðal rússneskra svínabænda vegna pestarinnar.
Ólga er meðal rússneskra svínabænda vegna pestarinnar.
Mynd / Kimberly Lake
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. Nærri 6.000 svínum var fargað í kjölfarið.

Nærri 80 tilfelli hafa greinst af afrísku svínaflensunni í Rússlandi það sem af er ári. Flest tilfellin voru í villtum gripum og hjá smábændum. Í lok sumars greindist svínaflensa á svínabúinu Shuvalovo í Kostroma héraði í Rússlandi. Það er fyrsta tilfellið sem greinist á svínabúi á iðnaðarskala og hafa minnst þrjú bú þurft að skera niður af þeim sökum. Pig Progress greinir frá.

Þrátt fyrir að verksmiðjubú sem þessi séu betur varin en smábú og villtir gripir, þá er svínaflensan sérstaklega skæð í lok sumars og byrjun hausts og erfitt að verjast henni. Shuvalovo svínabúið er það stærsta í héraðinu með 75.000 sláturgripi á ári hverju.

Þrátt fyrir að framleiðsla og vinnsla hafi verið stöðvuð á búinu verða áhrifin á rússneska svínakjötsmarkaðinn óveruleg vegna viðvarandi offramboðs.

Yuri Kovalev, formaður Sambands rússneskra svínakjötsframleiðenda, segir ólgu innan sinna raða vegna ágangs afrískrar svínaflensu, en tekur jafnframt fram að þeir séu með stjórn á ástandinu sem stendur.

Skylt efni: svínaflensa

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli
Fréttir 2. desember 2022

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli

Samkvæmt nýjum uppskerutölum frá garðyrkjubændum í útiræktun grænmetis, varð tal...

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 2. desember 2022

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa
Fréttir 2. desember 2022

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa

Þar sem fjöldi skráðra grágæsa á talningastöðum á Bretlandseyjum er 30% færri en...

Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja...

Frummenn vildu vel steiktan fisk
Fréttir 30. nóvember 2022

Frummenn vildu vel steiktan fisk

Rannsóknir á beinaleifum vatnakarfa sem fundust þar sem í dag er Ísrael benda ti...

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins
Fréttir 30. nóvember 2022

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins

Steypustöðin gekk nýlega frá samningi við steypudælu og -bílaframleiðandann Putz...

Ný sálmabók tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2022

Ný sálmabók tekin í notkun

Þann 13. nóvember sl. var ný útgáfa sálmabókarinnar tekin í notkun í kirkjum lan...

Fljúgandi bolabítur
Fréttir 28. nóvember 2022

Fljúgandi bolabítur

Skömmu eftir miðja nítjándu öld lýsti Alfred Russel Wallace, sem var samtímamaðu...