Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Svartþröstur
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Á faglegum nótum 28. júní 2022

Svartþröstur

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Svartþröstur er orðinn algengur varpfugl á Suðvesturlandi, einna helst í þéttbýli. Karlfuglinn er alsvartur með skærgulan gogg og augnhring. Kvenfuglinn er hins vegar dökkbrúnn, með ljósar rákir á bringu.

Fyrir síðustu aldamót var svartþröstur fremur sjaldgæfur varpfugl og þekktist einna helst sem haust- og vetrargestur. Upp úr aldamótum byrjaði honum að fjölga talsvert. Nú er áætlað að hér séu nokkur þúsund varppör og hefur hann hægt og rólega verið að dreifa sér um landið. Svartþrestir eru einstaklega duglegir varpfuglar en fyrstu karlfuglana má heyra syngja seinni hluta febrúar. Varpið byrjar síðan í mars og er ekki óalgengt að svartþrestir nái að verpa þrisvar jafnvel fjórum sinnum yfir sumarið. Ófleygir ungar hafa fundist alveg fram í september, þetta er því langur tími og getur afkastageta þeirra verið nokkuð góð. Svartþrastarungar líkt og aðrir spörfuglsungar fara fljótlega úr hreiðrinu að kanna heiminn. Það er ekki óalgengt að sjá ófleyga unga sitja á jörðinni eða á trjágreinum. Þeir virðast kannski vera umkomulausir en foreldrar þeirra þurfa kannski að sinna 3-4 ungum á mismunandi stöðum í einu. Það er því mikilvægt að fjarlægja ekki unga þótt foreldrarnir séu ekki sjáanlegir. Þetta er hluti af þeirra uppeldi svo þeir verði hæfastir í að komast af á eigin spýtur.

Skylt efni: fuglinn | þröstur

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...