Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Svanavatn
Bóndinn 20. apríl 2023

Svanavatn

Þau Bjarney og Hlynur hafa búið á Svanavatni í 4 ár. Keyptu jörðina í nóvember 2018 og fluttu í apríl 2019. Segjast hjónin vera í miklum endurbótum á húsakosti og séu að vinna að því að byggja upp hrossaræktarbú og tamningastöð með góðri aðstöðu til þjálfunar.

Býli? Svanavatn.

Staðsett í sveit? Austur-Landeyjum.

Ábúendur? Bjarney Jóna Unnsteinsdóttir, Hlynur Guðmundsson og Unnsteinn Heiðar Hlynsson.

Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Bjarney, Hlynur og Unnsteinn, tíkurnar Gríma og Katla og kettirnir Gunnar og Vigfús.

Stærð jarðar? 250 ha.

Gerð bús? Hrossaræktarbú og tamningastöð.

Fjöldi búfjár? 10 kindur, 10 hænur og 60 hestar.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Hér er byrjað á því að annar aðilinn gefur öllu morgungjöf á meðan hinn skutlar yngsta búmanninum í leikskóla á Hvolsvelli.

Síðan taka við tamningar og útreiðar ásamt almennum umhirðustörfum í hesthúsinu. Síðan endar dagurinn á kvöldgjöf.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegustu bústörfin eru að temja/ þjálfa góða hesta. Leiðinlegustu bústörfin eru sjálfsagt að fara út með skítahjólbörurnar.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Við erum í miklum framkvæmdum á útihúsum eins og er svo að vonandi eftir 5 ár verður komin falleg heildarmynd á bæinn. Stefnan er að reyna að koma hrossum úr okkar eigin ræktun á framfæri.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, smjör og egg.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Soðið súpukjöt, einfalt og gott og klikkar aldrei.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Eftirminnilegasta atvikið er sjálfsagt enn þá dagurinn sem við fluttum starfsemina yfir á Svanavatn. Hlutirnir voru kannski ekki alveg tilbúnir en einhvern veginn reddast þetta alltaf :)

Ársfundi LSB frestað aftur
Fréttir 11. júlí 2025

Ársfundi LSB frestað aftur

Í sumar hefur þurft að fresta ársfundi Lífeyrissjóðs bænda tvisvar.

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað
Fréttir 11. júlí 2025

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað

Þrjár sauðfjárveikivarnarlínur hafa verið lagðar niður og fækkar varnarhólfum um...

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár
Fréttir 11. júlí 2025

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár

Atvinnuvegaráðuneytið hefur sent kartöflubændunum í Hrauk í Þykkvabænum fyrirmæl...

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...