Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Súkkulaðitoppur
Hannyrðahornið 20. september 2022

Súkkulaðitoppur

Höfundur: Mæðgurnar í Handverkskúnst

Klassísk garðaprjónshúfa á börn, prjónuð úr DROPS BabyMerino. Stykkið er prjónað í garðaprjóni, neðan frá og upp. Stærðir 2 – 12 ára.

Stærðir: 2 (3/5) 6/9 (10/12) ára

Höfuðmál ca: 48/50 (50/52) 52/54 (54/56) cm.

Garn: DROPS BABY MERINO (fæst í Handverkskúnst) 50 (100) 100 (100) g litur á mynd nr 52, súkkulaði

Prjónar: Hringprjónn nr 3: lengd 40 cm. Sokkaprjónar nr 3

Prjónfesta: 26 lykkjur x 51 umferðir = 10 x 10 cm.

GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*.

ÚRTAKA (á við um efst á húfu): Öll úrtaka er gerð í umferð með sléttum lykkjum.

Fækkið lykkjum á eftir lykkju með prjónamerki: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð.

Fækkið lykkjum á undan lykkju með prjónamerki: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan lykkju með prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman.

HÚFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á stuttan hringprjón, neðan frá og upp. Fyrst er prjónað uppábrot í stroffprjóni, síðan er prjónað garðaprjón að loknu máli. Skiptið yfir á sokkaprjóna eftir þörf.

HÚFA: Fitjið aðeins laust upp 152 (156) 162 (168) lykkjur á stuttan hringprjón nr 3 með DROPS Baby Merino. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið). Þegar stykkið mælist 9 (9) 11 (11) cm, brjótið stroffið inn þannig að kanturinn verði tvöfaldur – síðan er næsta umferð prjónuð í stroffprjóni eins og áður jafnframt því sem 8. (6.) 9. (8.) hver lykkja er prjónuð saman með samsvarandi lykkju frá uppfitjunarkanti. Nú hefur myndast tvöfaldur kantur.

Haldið áfram með stroffprjón (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) þar til stykkið mælist 4 (4) 5 (5) cm frá þar sem lykkjurnar voru prjónaðar saman. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 40 (40) 42 (44) lykkjur jafnt yfir = 112 (116) 120 (124) lykkjur.

Síðan er prjónað GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Þegar stykkið mælist 19 (20) 21 (22) cm frá uppábroti neðst á húfu og næsta umferð er umferð með sléttum lykkjum, setjið 1 prjónamerki í 28. (29.) 30. (31.) hverja lykkju í umferð (4 prjónamerki – prjónamerkin eru sett í stykkið án þess að prjóna lykkjurnar).

Haldið áfram í garðaprjóni. JAFNFRAMT í fyrstu umferð er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við hvert prjónamerki – sjá ÚRTAKA (8 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona í 4. hverri umferð alls 5 (5) 7 (7) sinnum, síðan í annarri hverri umferð alls 7 (7) 5 (5) sinnum = 16 (20) 24 (28) lykkjur eftir.

Í næstu umferð með sléttum lykkjum, prjónið allar lykkjur slétt saman 2 og 2 = 8 (10) 12 (14) lykkjur eftir. Klippið þráðinn, þræðið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið á þræði og festið vel.

Húfan mælist ca 25 (26) 28 (29) cm frá uppábroti neðst á húfu. Brjótið upp neðstu 4 (4) 5 (5) cm.

Prjónakveðja
Mæðgurnar í Handverkskúnst, www.garn.is

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...