Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Stóri-Háls
Mynd / Úr einkasafni
Bóndinn 23. janúar 2020

Stóri-Háls

Rúna er fædd og uppalin á Stóra-Hálsi en tók við búinu af afa sínum og ömmu árið 2012. 

Býli: Stóri-Háls. 

Staðsett í sveit:  Stóri-Háls er í neðri Grafningi, bærinn stendur í fjallshlíð norðan við Ingólfsfjall.

Ábúendur: Sigrún Jóna Jónsdóttir (Rúna).

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Sigrún Jóna Jónsdóttir, Sæmundur Þorbjörn Sæmundsson og Ásdís Rún Grímsdóttir 12 ára.

Gæludýrin eru: kötturinn Lakkrís, smalahundurinn Komma og hvolpurinn Míla.

Stærð jarðar? Jörðin er um 740 ha þar af eru um 35 ha tún. 

Gerð bús? Sauðfé og hross. Og á sumrin er opið í Sveitagarðinn en það er fjölskyldu-afþreyingargarður sem ég opnaði 2018.

Fjöldi búfjár og tegundir? 280 vetrarfóðraðar kindur, 12 hross, 4 geitur, 13 hænur og 8 kanínur.

Fleiri dýr eru svo í Sveita-garðinum en þá bætist í hópinn kálfar, grísir, endur, kettlingar og fleira.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? 

Það fer nú eftir árstíðum en núna eru það morgun- og kvöldgjafir í öllum húsum og þess á milli er verið að þjálfa hross, moka snjó þegar hann er að þvælast fyrir og viðhald sem fellur til.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Þetta er allt skemmtilegt, smalamennskur, sauðburður, heyskapur, hrossa-stúss og taka á móti fólki í Sveitagarðinn. Meira að segja gaman að moka skít ef maður gerir það með réttu hugarfari.

Leiðinlegast er þegar skepnurnar veikjast og vélar bila.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Eitthvað svipað nema betra fé og betri hross.

Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Það er nauðsynlegt að sem flestir taki þátt svo samstaðan verði meiri, það er gagnslaust að hver tuði í sínu horni.

Hvernig mun íslenskum land-búnaði vegna í framtíðinni? Það er ómögulegt að segja en ég vona að hann styrkist, verði betur metinn og  fólk sjái að það er nauðsynlegt að halda honum gangandi.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Það liggja tækifæri í öllu, þetta snýst bara um að finna réttu markaðina en það getur reynst snúið.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, rjómi, ostur, skyr.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Kjötsúpa, lambasteik og lambaborgarar.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Úff ... það er alltaf eitthvað klúður sem maður man best eftir, en ég ætla að segja fyrsta rúllan sem ég rúllaði með nýju rúlluvélinni ( ekkert klúður þar). 

Og stærsti dagurinn í Sveita-garðinum en þá komu rúmlega 800 manns á 6 tímum.

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi
Fréttir 20. júní 2025

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi

Hófsperra er kvalafullur sjúkdómur í hrossum sem sífellt er að verða algengari h...

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum
Fréttir 20. júní 2025

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri sumardaginn fyrsta á Hvanneyri þar sem...

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl á...

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæ...

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið
Fréttir 19. júní 2025

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið

Á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu má sjá lítil viðarhús merkt Pikkoló sem er ís...

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús
Fréttir 19. júní 2025

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús

Í maí 2024 fannst heitt vatn í Tungudal við Ísafjörð, aðeins um þremur kílómetru...

Spornað við útrýmingu
Fréttir 19. júní 2025

Spornað við útrýmingu

Nýlega var stofnað Fagráð um geitfjárrækt. Er það talið nauðsynlegt til að stuðl...