Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Stórfelld vanræksla
Fréttir 17. nóvember 2022

Stórfelld vanræksla

Höfundur: Sigurður Már Harðarsson

Um miðjan október féll dómur í Héraðsdómi Vesturlands, þar sem bóndi á nautgripa- og sauðfjárbúi er dæmdur í eins árs fangelsi skilorðsbundið, fyrir brot á dýravelferðarlögum.

Auk þess er hann sviptur heimild til að hafa dýr í umsjá sinni, versla með þau eða sýsla með þau með öðrum hætti, í tíu ár frá birtingu dómsins.

Matvælastofnun kærði bóndann í febrúar á þessu ári, fyrir alvarlega vanrækslu á búfé.

Í yfirlýsingu stofnunarinnar kom fram að um væri að ræða eitt umfangsmesta og alvarlegasta dýravelferðarmál sem komið hafi upp hér á landi.

Lögreglustjórinn á Vesturlandi höfðaði síðan mál með ákæru 24. ágúst og var það dómtekið 30. september.

Játaði skýlaust

Í ákæruskjalinu segir að málið sé höfðað gegn ákærða „fyrir brot á dýravelferðarlögum með því að hafa um einhvern tíma fram til 21. febrúar 2022, vanrækt á stórfelldan hátt að fóðra og vatna búfé á búi sínu [...], með þeim afleiðingum að 25 nautgripir, ein geit og 175 kindur drápust eða þurfti að aflífa“.

Ákærði játaði skýlaust brot sín fyrir dómi. Hann hafði ekki áður verið fundinn sekur um refsiverðan verknað.

Þess ber að geta að þetta mál er óskylt þeim málum í Borgarfirði sem hafa ratað hafa í fjölmiðla á undanförnum vikum.

Dómur án fordæma

Sem fyrr segir er málið eitt það umfangsmesta og alvarlegasta dýravelferðarmál sem komið hefur upp á Íslandi og er dómurinn án fordæma hér á landi, samkvæmt heimildum blaðsins.

Fyrir utan það búfé sem þurfti að aflífa, svipti Matvælastofnun bóndann vörslu á þeim 300 kindum sem eftir voru á bænum og tryggði þeim fóðrun og umhirðu.

Búið hafði þrisvar sinnum áður fengið eftirlitsheimsókn frá Matvælastofnun á síðastliðnum sex árum, en ekki komu fram alvarleg frávik við fóðrun eða aðbúnað í þeim heimsóknum. Síðasta reglubundna skoðun fór fram vorið 2021.

Dómurinn í málinu hefur ekki verið birtur opinberlega á vef dómstólsins. Fallist var á beiðni þess efnis að það yrði ekki gert, vegna veikinda dómfellda.

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...