Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Stóra-Mástunga 1
Bóndinn 22. febrúar 2023

Stóra-Mástunga 1

Hér kynnumst við þeim Aðalheiði og Bjarna sem búa á blönduðu búi í Skeiða- og Gnjúpverjahreppnum og má með sanni segja að hjá þeim sé líf og fjör alla daga.

Býli? Stóra-Mástunga 1.

Staðsett í sveit? Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Ábúendur? Bjarni Másson og Aðalheiður Einarsdóttir.

Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Fjögur börn, þau Már Óskar, 12 ára, Haukur Atli, 7 ára, Þórhildur Ragna, 3 ára og Ragnhildur Steinunn, 2 ára. Að auki eigum við kettina Batman og Elsu og svo lögregluhundinn hann Rex.

Stærð jarðar? 480 ha, 80 ha ræktaðir.

Gerð bús? Blandað bú; mjólkurframleiðsla, sauðfjárrækt, hrossarækt og ferðaþjónusta.

Fjöldi búfjár? 140 nautgripir, 50 kindur og 20 hross.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Hann byrjar og endar í fjósinu, þess á milli hin ýmsu árstíðabundnu verk.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Margt skemmtilegt; fóðra gripina, heyja á sumrin í góðu veðri. Stúdera val á stóðhestum fyrir hryssurnar. Leiðinlegast er svo að handmoka skít og gera við ónýtar girðingar.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Meiri mjólkurframleiðsla, fleira sauðfé og hross.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Egg, ostur, mjólk og Opal peli.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lasagne.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Margt eftirminnilegt, en í augnablikinu er það gangsetning á mjaltaþjóni í desember síðastliðnum.

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...