Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Stofugreni er langlíf planta sem vex hægt og líður ágætlega í litlum potti með hefðbundinni pottamold og hæfilegt er að umpotta á þriggja til fjögurra ára fresti.
Stofugreni er langlíf planta sem vex hægt og líður ágætlega í litlum potti með hefðbundinni pottamold og hæfilegt er að umpotta á þriggja til fjögurra ára fresti.
Á faglegum nótum 20. desember 2021

Stofugreni sem jólatré

Höfundur: Vilmundur Hansen

Öll jólatré þurfa ekki að vera eins. Í dag njóta lifandi jólatré með rót vinsælda og þá er upplagt að fá sér stofugreni, Araucaria, og skeyta það með jólakúlum, seríu og englahári.

Stofugreni er fallegt, sígrænt og upprétt barrtré með gisnum greinakrönsum og mjúku barri. Selt sem pottaplanta og ágætlega harðgert við hentug skilyrði og nýtur sín best þar sem það stendur eitt og sér. Plantan getur orðið ansi há í náttúrulegum heimkynnum sínum en yfirleitt selt um 30 sentímetra há með fjórum eða fimm greinakrönsum.
Hentar vel sem borðjólatré eða sem jólatré þar sem pláss er lítið. Best er að nota LED-seríu á tréð þar sem barrið getur sviðnað undan seríu sem hitnar.

Plantan er upprunnin á Norfolk-eyjum í Kyrrahafi og barst þaðan til Evrópu 1793 og varð fljótlega vinsæl pottaplanta. Í bókinni Stofublóm í litum, sem Ingimar Óskarsson þýddi og staðhæfði úr dönsku og kom út 1964, segir að stofugreni hafi verið vinsælt í ræktun fyrir 50 árum en sé nú fágætara.

Dafnar best í góðri birtu en ekki mikilli sól og þolir að vera á svölum stað. Yfirleitt er nóg að vökva stofugreni einu sinni í viku yfir vetrartíma en tvisvar í viku á sumrin og gott er að úða umhverfis plöntuna reglulega.

Stofugreni er langlíf planta sem vex hægt og líður ágætlega í litlum potti með hefðbundinni pottamold og hæfilegt er að umpotta á þriggja til fjögurra ára fresti.

Skylt efni: Jól stofugreni

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...