Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Fréttir 29. apríl 2020

Stofnun Matvælasjóðs

Höfundur: Ritstjórn

Eitt af úrræðum ríkisstjórnarinnar, til að efla nýsköpun og þróun í innlendri matvælaframleiðslu vegna heimsfaraldurs kórónu­veirunnar, er að stofna Matvæla­sjóð með 500 milljóna króna stofnframlagi. Lög um sjóðinn voru samþykkt á Alþingi í gær.

Í tilkynningu úr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu kemur fram að unnið hafi verið að stofnun sjóðsins undanfarið ár í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Ákveðið var að flýta vinnu við að setja sjóðinn á fót sem hluta af aðgerðum til að skapa efnahagslega viðspyrnu þegar þetta tímabundna ástand er gengið yfir.

Nýsköpun og þróun

Matvælasjóður mun hafa það hlutverk að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla úr landbúnaði og sjávarútvegi. Sjóðurinn mun styrkja verðmætasköpun við framleiðslu, vinnslu og markaðssetningu matvæla og verður við úthlutun sérstök áhersla lögð á nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og almennar aðgerðir til að bæta samkeppnishæfni íslenskrar matvælaframleiðslu.

Matvælasjóður verður til með sameiningu Framleiðnisjóðs landbúnaðarins og AVS-rannsóknasjóðs í sjávarútvegi. Til stofnunar sjóðsins verður varið 500 m.kr. sem verður úthlutað á þessu ári. Við úthlutun þeirra fjármuna en einnig við frekari stefnumótun fyrir hinn nýja sjóð verður þess gætt að skipting fjármagns til landbúnaðar og sjávarútvegs verði með sambærilegum hætti og verið hefur.

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...

Vanburða innviðir hringrásarhagkerfis
Fréttir 20. mars 2025

Vanburða innviðir hringrásarhagkerfis

Ekkert eftirlit er á Suðurlandi með því að garðyrkjuúrgangur úr íslenskri útiog ...

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...