Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, stýrði aukabúnaðarþingi í gegnum fjarfundarbúnað í gær.
Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, stýrði aukabúnaðarþingi í gegnum fjarfundarbúnað í gær.
Fréttir 30. september 2020

Stjórn Bændasamtakanna veittar víðtækari heimildir

Höfundur: Erla Gunnarsdóttir

Aukabúnaðarþingi, sem haldið var með fjarfundarbúnaði í gær, þar sem eina málið á dagskrá þingsins, að stjórn Bændasamtakanna verði veitt víðrækari heimild en nú er í gildi til þess að selja fasteign Bændahallarinnar ehf., var samþykkt. Alls studdi 41 búnaðarþingsfulltrúi tillöguna, einn var á móti en fjórir sátu hjá. 

Rekstrarstaða Hótels Sögu ehf. og Bændahallarinnar ehf. hefur verið mjög erfið og fór versnandi eftir að Covid-19 faraldurinn skall á. Sá faraldur hefur reynst félögunum þungbær og komið illa niður á hótelinu eins og öðrum fyrirtækjum sem starfa í ferðaþjónustu á Íslandi.

Stjórnir félaganna sóttu um heimild til fjárhagslegrar endurskipulagningar skv. lögum nr. 57/2020. Slík heimild var veitt með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur þann 8. júlí 2020, en heimildin gildir til 7. október 2020. Með úrskurðinum var Sigurður Kári Kristjánsson hrl. hjá Lögmönnum Lækjargötu ehf., skipaður aðstoðarmaður félaganna beggja við hina fjárhagslegu endurskipulagningu.

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...