Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Sterkur landbúnaður þarf stefnufestu og aftur stefnufestu
Mynd / Odd Stefan
Lesendarýni 13. nóvember 2024

Sterkur landbúnaður þarf stefnufestu og aftur stefnufestu

Höfundur: Heiðbrá Ólafsdóttir, kúabóndi á Stífl í V-Landeyjum og skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi.

Það er stór ábyrgðarhluti stjórnvalda að reyna að tryggja að atvinnugreinar séu byggðar upp á landsbyggðinni með það að markmiði að þar haldist nægilega sterk byggð til að hin félagslega heild samfélagsins haldi velli.

Heiðbrá Ólafsdóttir

Ef þetta verður ekki gert og stjórnvöld gefast upp á að verja byggðirnar með nýjum atvinnugreinum, þá er hætta á að Ísland sé í verulegri hættu með að verða borgríki.

Sú atvinnugrein sem hefur haldið landinu í byggð í meira en 1100 ár stendur á bjargbrúninni þar sem stjórnvöld hafa ekki tryggt nýliðun, afkomuöryggi né rekstrarumhverfi bænda en hafa þess í stað aukið íþyngjandi kröfur á íslenskan landbúnað jafnt og þétt með gullhúðun EES- reglna. Það er algjörlega ótækt að bændur landsins búi við þá stöðu að stjórnvöld skerði samkeppnisstöðu bænda landsins með því að búa svo um hnútana að bændum er ætlað að starfa undir mun strangara og íþyngjandi regluverki en erlendir samkeppnisaðilar sem virðast geta ótakmarkað flutt inn matvæli til landsins. Fyrir hverja hafa stjórnvöld verið að vinna? Innflutningur á nautakjöti var árið 2023 samtals 1.344 tonn þrátt fyrir að úthlutað magn tollkvóta fyrir sama ár var einungis 800 tonn.

Nei, nú er nóg komið

Það er mín von að þjóðinni auðnist sú gæfa að skynja að við stöndum á tímamótum í komandi alþingiskosningum. Stefna Miðflokksins hefur frá upphafi verið og er enn „Ísland allt“ sem er heildstæð byggðastefna fyrir landið allt sem byggir meðal annars á aðgerðum til að byggja upp sterkan og sjálfbæran landbúnað sem tryggir matvæla- og fæðuöryggi þjóðarinnar til framtíðar. Stöðva verður innflutning á ófrosnu kjöti, eggjum og ógerilsneyddum matvælum. Vísindamenn hafa ítrekað bent á mikilvægi innlendrar matvælaframleiðslu m.a. með hliðsjón af fjölgun sýklalyfjaónæmra baktería. Tryggja þarf landbúnaði sem atvinnugrein skýrt starfsumhverfi og langtímasýn byggða á traustum grunni og stefnufestu. Bújörð sem leggst af hefur langtímaáhrif og tækifæri sem ekki eru nýtt tapast hratt ef ekki eru til staðar möguleikar að grípa þau. Miðflokkurinn hefur ávallt talað fyrir mikilvægi þess að stórefla innlenda matvælaframleiðslu, tryggja matvæla- og fæðuöryggi, veita neytendum umhverfisvæna, holla og næringarríka fæðu, treysta afkomu bænda, auka sjálfbærni og umhverfisvernd, varðveita þekkingu, efla rannsóknir og menntun í landbúnaði, auka skilning á mikilvægi landbúnaðarframleiðslu og verndun landgæða.

Í 1100 ár hefur íslenskur landbúnaður bæði fætt og klætt þjóðina, hér hefði ekkert byggst upp án landbúnaðar og fólksins sem staðið hefur vaktina í áranna rás.

En með óbreyttu stjórnarfari mun Ísland verða borgríki í sinni svörtustu mynd og landsbyggðin ein frístundasvæði erlendra auðmanna.

Miðflokkurinn mun vinna að lausnum sem byggja á raunverulegum aðgerðum til að ryðja veg nýliðunar í landbúnaði og byggja upp sterkan landbúnað. Miðflokkurinn vill tryggja að ljós útihúsa í sveitum landsins munu lýsa um ókomna tíð Íslandi öllu til heilla.

Undirrituð mun fjalla nánar um þær hugmyndir í næsta tölublaði Bændablaðsins.

Bláskógabyggð fremst í flokki
Fréttir 12. nóvember 2025

Bláskógabyggð fremst í flokki

Bláskógabyggð hefur verið útnefnd í fyrsta sæti af fjórum „Sveitarfélögum ársins...

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi
Fréttir 11. nóvember 2025

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi

Á dögunum voru kynnt áform um opnun þjónustumiðstöðvar, sem Drangar ehf. ætla að...

Nýr verslunarstjóri í Hrísey
Fréttir 11. nóvember 2025

Nýr verslunarstjóri í Hrísey

Ásrún Ýr Gestsdóttir tók í haust við sem verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar. He...

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings
Fréttir 11. nóvember 2025

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings

Dalabyggð og Húnaþing vestra eru nú á fullu í sameiningarviðræðum en ákveðið hef...

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi
Fréttir 10. nóvember 2025

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi

Veðurstofan hefur vaktað ýmis efni í úrkomu og lofti á Stórhöfða í Vestmannaeyju...

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt
Fréttir 10. nóvember 2025

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt

Umsagnarferli um umdeild frumvarpsdrög þar sem breyta á búvörulögum, lauk 24. ok...

Raflínunefnd umdeild
Fréttir 10. nóvember 2025

Raflínunefnd umdeild

Sveitarfélög og hagsmunasamtök landeigenda hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun raf...

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f