Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Stauravika
Á faglegum nótum 17. desember 2021

Stauravika

Höfundur: Vilmundur Hansen

Síðasta vikan fyrir jól var kölluð stauravika vegna þess að þá notaði fólk vökustaura til að halda sér vakandi.
Staurarnir, eða augnteprurnar, voru gerðar úr smáspýtum, ámóta stórum og eldspýtur, en stundum var notað svokallað baulubein úr þorskhöfði eða eyruggabein úr fiski.

Skorið var inn í beinið til hálfs en það haft heilt hinum megin og á það lítil brotalöm og skinninu á augnlokinu smeygt inn í lömina. Stóðu þá endarnir í skinnið og mjög sárt að loka augunum.

Jólin eru sá árstími þegar alls konar kynjaverur fara á stjá, jólasveinarnir koma til byggða, álfar flytja búferlum og tröll halda veislur. Það er því ekki hættulaust að vera einn á ferli á þessum tíma ef mark er tekið á þjóðtrú sem tengist jólunum.

Fyrir flesta eru jól og áramót skemmtilegur tími þegar fjölskyldan kemur saman og gerir sér glaðan dag. Vinir og vandamenn gefa hver öðrum gjafir og gleyma gömlum deilumálum, að minnsta kosti um stundarsakir, og börnin bíða spennt eftir því að fá í skóinn.

Jólin eru magnaður tími og svo virðist sem öll náttúrulögmál snúist á hvolf.

Á aðfangadagskvöldi jóla er drengur, sem hafði ráðist til starfa á prestsjörð, úti í hesthúsi að kemba og hirða eldishesta prestsins. Hann veit ekki fyrr til en kona prestsins vindur þar inn og gefur hún sig á tal við dreng um ýmis málefni. Þegar minnst varði dregur hún beisli undan svuntu sinni og leggur við drenginn og fylgir því mikið töfraafl. Drengurinn leyfir prestskonunni að fara á bak sér og tekur hann svo á loft eins og fuglinn fljúgandi. Fer hann yfir fjöll og dali, kletta og klungur og hvað sem fyrir er með prestskonuna á bakinu. Meðan á þessu stendur þykir drengnum eins og hann vaði reyk.

Þó að sögurnar hér að framan séu gamlar er ekki þar með sagt að nýjar jólasögur geti ekki verið áhugaverðar.
Fyrir nokkrum árum fór á kreik saga sem segir frá vilja Austurlandabúa til að gera túristum frá Vesturlöndum til hæfis um jólin. Íbúar þessara landa eru fæstir kristnir og þekking þeirra á jólunum oft takmörkuð.

Aðstandendur stórrar verslunarmiðstöðvar í Austurlöndum tóku sig til og létu smíða fyrir sig margra metra háan kross fyrir jólin. Í stað Krists þótti þeim viðeigandi að negla brosandi jólasvein á krossinn og hengja hann upp til að geðjast viðskiptavinum sínum.

Að sögn kunnugra ganga Japanar allra þjóða lengst í að markaðssetja jólin. Þar í landi er ekki óhugsandi í desember að sjá ungar og eggjandi konur í nunnubúningi syngja auglýsingar við vestræn jólalög og að fólk sendi jólakort sem sýna Maríu mey lyfta sér til flugs á kústi, umkringda jólaálfum sem hafa flösku af saki sér við munn.

Á Íslandi var víða til siðs að kveikja ljós um allan bæinn á jólanótt svo að hvergi bar á skugga. Þegar búið var að sópa húsið gekk húsfreyjan í kringum það og bauð álfunum heim með orðunum: „Komi þeir sem koma vilja, veri þeir sem vera vilja, fari þeir sem fara vilja, mér mínum að meinalausu.“

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði
Fréttir 21. mars 2025

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði

Slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður...

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...