Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Stærri-Bær
Bóndinn 19. desember 2019

Stærri-Bær

Þau Ágúst og Anna Margrét hófu búskap á Stærri-Bæ árið 1994 og tóku við búi af foreldrum Ágústs.

Býli: Bærinn okkar heitir Stærri-Bær.

Staðsett í sveit: Bærinn er staðsettur í Grímsnes- og Grafningshreppi í nágrenni við Borg.

Ábúendur: Á bænum búa Ágúst Gunnarsson, Anna Margrét, kona hans, og elsti sonurinn, Sigurður Yngvi.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Ábúendurnir og yngri sonurinn Guðjón sem er við nám í Reykjavík.

Stærð jarðar?  Jörðin er um 700 hektarar.

Gerð bús? Við stundum kúabúskap ásamt því að vera skógræktarbændur.

Fjöldi búfjár og tegundir? Gripir eru um 100 talsins, þar af um 40 mjólkandi kýr. Einn pattaralegur krummi sér um músaveiðar og nokkrir hestar tilheyra okkur einnig.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Hefðbundinn vinnudagur hefst með gjöfum og mjöltum. Gjöfum er svo sinnt 2–3 á dag ásamt ýmsum öðrum tilfallandi verkum eins og þrifum.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegast er að  heyja og skera korn þegar tíð er góð, rétt eins og var í sumar sem leið. Leiðinlegast er að eiga við óþekkar kýr og liggja andvaka vegna bleytutíðar á sumrin.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Nýverið hófst bygging á 60 bása fjósi og eftir 5 ár má sjá fyrir sér bætta aðstöðu fyrir gripi og betri vinnuaðstöðu fyrir okkur að starfa við. Jafnvel getur hugsast að bætt hafi verið við kvóta verði það mögulegt.

Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Við teljum mikilvægt að bændur séu virkir í  félagsmálum og gætum sjálf verið virkari þar.

Hvernig mun íslenskum land­búnaði vegna í framtíðinni? Íslenskur landbúnaður er í jákvæðri þróun og mikilvægt að hann geti blómstrað áfram. Til að svo megi verða þurfa íslensk stjórnvöld að skapa fordæmi með lögum og reglum sem styðja við bændur og búalið.

Ef vel er að því staðið og bænda­forystan meðvituð um hvað gera skal er framtíð í íslenskum landbúnaði björt.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Við látum aðra um að finna tækifærin varðandi útflutning á íslenskum afurðum en höfum fulla trú á að hægt sé að gera enn betur á því sviði. Gæðin og sérstaðan eru til staðar.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Í ísskápnum er „alltaf“ til mjólk eða hún stutt undan. Skyr, smjörvi, lýsi, rabarbarasulta og marmelaði ómiss­andi líka.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Best þykir okkar að snæða góða nauta- eða lambasteik.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Eftirminnilegt í búskapnum er þegar blessaðar kýrnar skreppa í heimsókn heim á bæ til að kíkja á pallinn eða jafnvel að kanna heita pottinn.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði
Fréttir 21. mars 2025

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði

Slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður...

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...