Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sprotinn – jarðræktarráðgjöf
Mynd / smh
Á faglegum nótum 21. apríl 2021

Sprotinn – jarðræktarráðgjöf

Höfundur: Þórey Gylfadóttir jarðræktarráðunautur RML - thorey@rml.is

Ráðgjafarmiðstöð Land­búnaðarins býður upp á ráðgjafarpakka í jarðrækt sem nefnist Sprotinn. Á þeim sjö árum sem liðin eru síðan fyrst var boðið upp á jarðræktarráðgjöf í pakkaformi hefur Sprotinn tekið breytingum til að koma betur til móts við bændur og til að fylgja eftir þróun og breytingum sem orðið hafa.

Ýmsir kostir

Þeim bændum sem nýta sér ráðgjöfina hefur fjölgað jafnt og þétt enda eru ýmsir kostir sem fylgja því að vera í Sprotanum. Má þar nefna aðstoð við skráningar á jarðræktarskýrslum í Jörð.is, skil gagna vegna jarðræktarstyrkja og landgreiðslna, viðhald túnkorta og gerð áburðaráætlunar sem er yfirleitt lokaverkefni Sprotans á hverju ári. Auk þessa er heimsókn ráðunautar að hausti sem hægt er að nýta til skrafs og ráðagerða og hugsanlega jarðvegssýnatöku og ekki er innheimt komugjald vegna hennar. Þess ber að geta að hægt er að velja á milli tveggja misstórra pakka, það er 7 og 11 klukkutíma. Í þeim stærri er meira svigrúm til frekari ráðgjafar svo sem vegna ræktunaráætlunar eða annarra þátta sem bóndi óskar eftir og svigrúm fyrir tvær heimsóknir á búið.

Sveigjanleiki innan Sprotans

Markmiðið með Sprotanum er að veita bændum markvissa ráðgjöf í ræktun og leiðbeina varðandi jarðræktarskýrsluhald í Jörð.is, með það að leiðarljósi að bæta nýtingu áburðar og hagkvæmni fóðuröflunar. Lögð er áhersla á einstaklingsmiðaða ráðgjöf þannig að hægt sé að þjónusta hvern og einn eftir þörfum. Þannig getur hver bóndi ákveðið í samráði við ráðunaut hvað leggja eigi áherslu á en það er sérstaklega gott þegar bændur nýta sér ráðgjöf í Sprota árlega. Rétt er að benda á að auðvelt er að aðlaga ráðgjöf innan Sprotans að útiræktun á grænmeti.

Stækkandi hópur

Á síðasta ári voru rúmlega 50 býli sem nýttu sér jarðræktarráðgjöf í gegnum Sprotann. Eitt af því sem gert er fyrir hvert bú er að reikna og setja fram kostnað vegna áburðarnotkunar miðað við skráða uppskeru, sjá meðfylgjandi mynd. Vert er að benda á að upplýsingarnar byggja á skráningum í Jörð.is og ef villa er í þeim kemur hún fram við alla greiningu sem unnin er út frá þeim. Því er mjög mikilvægt að vanda alla skráningu til að gögnin gefi sem réttasta mynd hverju sinni. Þegar myndin er skoðuð er áhugavert að sjá mikinn breytileika milli búa.

Skylt efni: RML | jarðrækt | SPROTINN

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi
Fréttir 16. apríl 2025

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi

Áfram finnast sauðfjárbú með arfgerðabreytileikann T137 í hjörð sinni, sem talin...

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...

Áherslur á Búnaðarþingi
Fréttir 15. apríl 2025

Áherslur á Búnaðarþingi

Á Búnaðarþingi 20. til 21. mars síðastliðinn var ályktað um áherslur á komandi s...

Ný hveitimylla ólíkleg
Fréttir 14. apríl 2025

Ný hveitimylla ólíkleg

Opinberir aðilar hafa ekki gefið Líflandi formlega staðfestingu á að reglur sem ...

Ráðuneytið má ekki grípa inn í
Fréttir 14. apríl 2025

Ráðuneytið má ekki grípa inn í

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að ef Lífla...

Stefnir stærsti hluthafi Örnu
Fréttir 14. apríl 2025

Stefnir stærsti hluthafi Örnu

Stefnir sjóðastýringarfyrirtæki hefur fjárfest í Örnu og er nú skráður stærsti h...