Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Stokkurinn inniheldur 52 spil með upplýsingum um grasnytjar og þjóðtrú tegundanna ásamt latínuheiti, gróðurlendi og ætt.
Stokkurinn inniheldur 52 spil með upplýsingum um grasnytjar og þjóðtrú tegundanna ásamt latínuheiti, gróðurlendi og ætt.
Líf og starf 22. júlí 2021

Spil sem miðlar þekkingu um plöntur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Flóruspilið gengur út á að læra að þekkja algengar íslenskar plöntutegundir. Stokkurinn inniheldur 52 spil og regluspjald. Spilið er í anda spilsins veiðimaður þar sem markmiðið er að safna fjögurra spila samstæðum.


Á spilunum eru upplýsingar um grasnytjar og þjóðtrú tegundanna ásamt latínuheiti, gróðurlendi og ætt. Spilið er hugsað til fróðleiks og skemmtunar. Stokkurinn er stærri en hefðbundinn spilastokkur vegna fræðslunnar sem fylgir. Spilið er í A6 stærð eða 10,5 x 14,7 sentímetrar. Blómamynd eftir listamanninn Eggert Pétursson skreytir spilin og umbúðirnar og kemur spilið í fallegri öskju.


Í spilinu er spilað með þrettán plöntutegundir og ef vel gengur með fyrsta stokkinn munu bætast við fleiri stokkar með nýjum tegundum á næstu árum. Guðrún Bjarnadóttir, hjá Hespuhúsinu, höfundur og útgefandi spilsins, segir að hugmyndin að spilinu eigi uppruna sinn í því að hún hafi verið að kenna plöntugreiningu í fjölmörg ár og farið með fólk í fræðslugöngur um plöntur. „Mér til hálfgerðrar skelfingar áttaði ég mig á því hversu almennt er að fólk þekkir ekki algengustu plönturnar í náttúrunni í kringum okkur. Flest fólk býr í borgum og bæjum og tengslin við náttúruna eru að rofna. Spilið, sem er unnið upp úr bókinni Grasnytjar á Íslandi, þjóðtrú og saga sem kom út árið 2018, er því viðleitni til að vekja áhuga fólks á plöntum og um leið að miðla smá fróðleik um þær. Stefnt er að því að gefa spilið út á ensku og pólsku með haustinu.“ Flóruspilið fæst í Hespuhúsinu sem er staðsett rétt fyrir utan Selfoss og hægt er að panta það á www.hespa.is og fá upplýsingar um spilið og verslanir sem hafa spilið í sölu.

Skylt efni: Spil | plöntutegundir

Fjölmennum eigendahópum fjölgar
Fréttir 26. mars 2025

Fjölmennum eigendahópum fjölgar

Undanfarin ár hefur orðið veruleg fjölgun jarða í fjölmennri sameign. Sé miðað v...

Rekstrarfélag um lífgas- og áburðarver
Fréttir 26. mars 2025

Rekstrarfélag um lífgas- og áburðarver

Í byrjun mars var rekstrarfélag stofnað utan um starfsemi á lífgas- og áburðarve...

Ætlunin að jafna leikinn
Fréttir 25. mars 2025

Ætlunin að jafna leikinn

Markmið nýs jarðhitaátaks er að jafna leikinn á milli þeirra 90% landsmanna sem ...

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr
Fréttir 25. mars 2025

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr

Matsáætlun um vindorkuver á Þorvaldsstöðum í Borgarbyggð er nú í skipulagsgátt. ...

Jóhannes nýr bústjóri
Fréttir 24. mars 2025

Jóhannes nýr bústjóri

Jóhannes Kristjánsson hefur verið ráðinn bústjóri Hvanneyrarbúsins.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...