Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Sótt um vernd fyrir afurðarheitið „Íslensk lopapeysa“
Mynd / Icelandic lamb
Fréttir 29. apríl 2019

Sótt um vernd fyrir afurðarheitið „Íslensk lopapeysa“

Höfundur: smh

Framleiðendahópur á handprjónuðum íslenskum lopapeysum hefur sótt um vernd fyrir afurðarheitið „Íslensk lopapeysa“ til Matvælastofnunar. Það er Handprjónasamband Íslands sem er í forsvari fyrir umsókninni.

Umsóknin var send inn 1. júní á síðasta ári en Matvælastofnun tilkynnti um umsóknina á vef sínum í dag. Sótt er um vernd á afurðarheitinu „Íslensk lopapeysa“ á grundvelli laga um vernd afurðarheita sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu. Lögin voru samþykkt á Alþingi í lok desember 2014, en markmið þeirra er að veita þeim afurðum sem uppfylla kröfur og skilyrði nauðsynlega lagalega vernd – auk þess að stuðla að aukinni neytendavernd og koma í veg fyrir óréttmæta viðskiptahætti.

Í tilkynningu Matvælastofnunar kemur fram að samkvæmt lögunum er heimilt að andmæla fyrirhugaðri skráningu á þessu afurðarheiti og afurðarlýsingu áður en endanleg ákvörðun er tekin um skráningu. Skal það gert innan tveggja mánaða frá birtingu auglýsingar um hana, sem er fyrir 29. júní 2019. Andmælum skal skila skriflega til Matvælastofnunar á netfangið mast@mast.is. Umsóknina og afurðarlýsinguna er að finna á vef Matvælastofnunar:

Umsókn og afurðarlýsing

Áður hefur Matvælastofnun samþykkt „Íslenskt lambakjöt“ sem verndað heiti, en það var gert 12. febrúar 2018.

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...