Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Nýja bókin frá Hélène, Sokkar frá Íslandi, er gefin út á íslensku, ensku og frönsku.
Nýja bókin frá Hélène, Sokkar frá Íslandi, er gefin út á íslensku, ensku og frönsku.
Líf&Starf 25. janúar 2022

Sokkar frá Íslandi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Hélène Magnússon, sem er franskur/íslenskur hönnuður var að gefa út nýja prjónabók, Sokkar frá Íslandi. Í bókinni endurvekur Hélène sokkahefðir á Íslandi og gefur þeim nýtt líf.

Bókin segir ýmislegt um sögu sokkaprjóns á Íslandi og er það bæði heillandi og hrífandi hvernig einfalt sokkapar getur afhjúpað brot úr daglegu lífi Íslendinga. Bókin inniheldur einnig 17 sokkauppskriftir með sterkum íslenskum blæ. Hélène sótti innblástur í gamla íslenska sokka, eldgamlar uppskriftir en einnig í hefðbundna íslenska vettlinga við vinnslu bókarinnar. Sokkarnir koma í mörgum stærðum og eru notaðar alls kyns aðferðir. Sokkar í bókinni voru prjónaðir með Kötlu Sokkabandi úr íslenskri lambsull, sem Hélène hannaði beinlínis fyrir sokkaprjón. „Á fullorðinsaldri greindist ég á einhverfurófi. Það umbreytti lífi mínu en ég er sannfærð í dag að einhverfan hefur verið mér styrkur til að koma á fót framleiðslu á mínu eigin garni og líka til að fara í eigin útgáfu. Ég hef líka miðlað ósvikinni ástríðu minni á ríkum prjónaarfi Íslands í göngu- og prjónaferðum, sem ég hef skipulagt og leiðbeint allt árið um kring á Íslandi i meira en 10 ár,“ segir Hélène, sem er fædd 1969 og býr í Reykjavík. 

Skylt efni: prjón | prjónabók

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...