Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sæsnigillinn Elysia chlorotica er eitt af ótal undrum náttúrunnar.
Sæsnigillinn Elysia chlorotica er eitt af ótal undrum náttúrunnar.
Á faglegum nótum 17. ágúst 2021

Sniglar sem ljóstillífa

Höfundur: Vilmundur Hansen

Náttúran er ekki öll þar sem hún er séð og undur hennar mörg og margbreytileg. Þrátt fyrir ýmiss konar lögmál og fasta sem finnast í lífríkinu má alltaf finna undantekningar sem sumar eru lyginni líkust. Eitt af því sem við gefum okkur er að plöntur ljóstillífi en ekki dýr.

Allir hafa heyrt talað um einhyrninga, álfa, hafmeyjar og mannætuplöntur og flestir gera sér grein fyrir því að um ævintýraverur er að ræða. Í kvikmyndinni um risaeðlugarðinn Jurassic park segir ein persónan að náttúran finni sér leið og á þar við að lífsvilji og aðlögunarhæfi dýra og plantna sé ótrúlegur.

Slíkt má með sönnu segja um smávaxna tegund sæsnigils, Elysia chlorotica, sem lifir á austurströnd Bandaríkjanna. Sniglarnir lifa að mestum hluta ævinnar innan um ljóstillífandi grænþörunga og til að auk á samkeppnishæfni sína taka þeir upp í húðina grænukorn þörunganna og nota þau til ljóstillífunar.

Vegna þessa eru sniglarnir grænir að lit og það sem meira er þá eru þeir flatvaxnir og líta úr eins og laufblað. Vegna grænukornanna geta sniglarnir lifað mánuðum saman án þess að éta.

Rannsóknir á sniglunum eru á byrjunarstigi og enn sem komið er er ekki vitað hvernig grænukornin geta lifað í húð sniglanna mánuðum saman.

Ætlunin að jafna leikinn
Fréttir 25. mars 2025

Ætlunin að jafna leikinn

Markmið nýs jarðhitaátaks er að jafna leikinn á milli þeirra 90% landsmanna sem ...

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr
Fréttir 25. mars 2025

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr

Matsáætlun um vindorkuver á Þorvaldsstöðum í Borgarbyggð er nú í skipulagsgátt. ...

Jóhannes nýr bústjóri
Fréttir 24. mars 2025

Jóhannes nýr bústjóri

Jóhannes Kristjánsson hefur verið ráðinn bústjóri Hvanneyrarbúsins.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...