Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Guðrún með einn af köttunum sínum með smekk eins og hún notar á alla kettina sína. Hægt er að panta smekkina í gegnum síðuna https://www.pet-bliss.ie/ sem er dreifingaraðili í Evrópu. Þeir koma þá bara í umslagi í gegnum lúguna. Smekkurinn er settur á venjulega ól og er með frönskum rennilás.
Guðrún með einn af köttunum sínum með smekk eins og hún notar á alla kettina sína. Hægt er að panta smekkina í gegnum síðuna https://www.pet-bliss.ie/ sem er dreifingaraðili í Evrópu. Þeir koma þá bara í umslagi í gegnum lúguna. Smekkurinn er settur á venjulega ól og er með frönskum rennilás.
Líf og starf 4. júní 2021

Smekkir á ketti til að þeir veiði ekki fugla

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Guðrún Gauksdóttir, sem býr í Kaldaðarnesi í Árborg, á þrjá ketti, sem heita Kúri, sem er tvítugur, Vigdís, sem er 12 ára og svo Kiró, sem er 10 ára. Hún er alltaf með smekki á þeim á vorin og sumrin  þegar þeir fara út.

„Já, ég hafði leitað ýmissa leiða til að koma í veg fyrir að kisurnar veiddu fugla, ól með bjöllum og þess háttar. Auðvitað er eina örugga leiðin að halda þeim inni vor og sumur en það gengur nú misjafnlega ef þeir eru á annað borð útikettir. Elsti kötturinn okkar var orðinn mjög fær í að opna glugga. Hann er reyndar kominn á eftirlaun, orðinn tvítugur, og lætur sér nægja að njóta þess að horfa á fuglana út um gluggann. Svo rakst ég á umfjöllun um svokallaðan „catbib“ eða kattarsmekk á vefnum. Trúði fullyrðingunum um ágæti hans svona mátulega en ákvað að prófa,“ segir Guðrún.

- Og hvernig gekk? – „Mjög vel en nú er komin sjö ára reynsla og satt að segja man ekki hvenær þær færðu mér fugl síðast. Ég get ekki séð að smekkirnir hái þeim að ráði, nema í veiðum. Smekkurinn er úr léttu efni og þeir geta  stokkið upp á borð í þvottahúsinu og fengið sér að borða. Það tók auðvitað smá tíma fyrir þá að venjast því að hreyfa sig með smekkinn en ekki langan. Einn af köttunum flutti til okkar í fyrra en hann er 10 ára og þetta er því annað sumarið hans með smekkinn. Gengur mjög vel. Smekkurinn virkar þannig að þegar þeir setja sig í veiðistellingar þá flækist hann fyrir og gerir þeim erfitt fyrir að læsa klóm og kjafti í fuglana,“ segir Guðrún Gauksdóttir.

Skylt efni: kettir

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...