Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Trausti Hjálmarsson segir sérstakt fagnaðarefni að verð séu að koma fram svo tímalega.
Trausti Hjálmarsson segir sérstakt fagnaðarefni að verð séu að koma fram svo tímalega.
Mynd / Bbl
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárbænda í nýrri verðskrá sem þeir gáfu út í dag. Samkvæmt útreikningum BÍ hækkar reiknað meðalverð dilkakjöts um 31,4% milli ára sé miðað við lokaverð haustið 2021 (34,4% miðað við upphafsverð). Reiknað meðalverð dilkakjöts hækkar um 173 kr/kg milli ára.

Skúli Þórðarson, framkvæmdarstjóri Sláturfélags Vopnfirðinga segir að stjórn félagsins hafi talið sig knúin til að bregðast við rekstrarvanda sauðfjárbænda. „Stjórn félagsins ákvað að hækka verðin þannig að sauðfjárbændur yrðu ekki fyrir launalækkun.“

Áður hafði Sláturfélag Suðurlands gefið út verðskrá fyrir komandi haust. Samkvæmt útreikningum BÍ hækkar reiknað meðalverð dilkakjöts um 18.7% milli ára sé miðað við lokaverð haustið 2021 (24,2% sé miðað við upphafsverð). Reiknað meðalverð dilkakjöts hækkar um 104 kr/kg.

Aðrar afurðastöðvar hafa enn ekki gefið út afurðaverðin fyrir árið 2022 en Kjarnafæði-Norðlenska gaf það út í febrúar að þeirra afurðaverð myndi hækka að lágmarki um 10%.

Trausti Hjálmarsson, formaður Deildar sauðfjárbænda, segir það sérstakt fagnaðarefni að verð séu að koma fram svo tímalega. „Þetta er skref í rétta átt og í fljótu bragði sýnist mér að með viðbótarstuðningi Ríkisins og verðhækkunum Sláturfélags Vopnfirðinga þá séum við að halda sjó milli ára. Við vonum að aðrar afurðastöðvar fylgi í kjölfari.“

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...