Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Frímann Stefánsson.
Frímann Stefánsson.
Líf og starf 31. janúar 2025

Skrímsl á landsliðsæfingu

Höfundur: Björn Þorláksson, bjornthorlaksson@gmail.com

„Hér er eitt skrímslaspil frá æfingamótinu.“ Þannig hóf Frímann Stefánsson, stórmeistari að norðan, sögu sína eftir að hafa veitt landsliðspörum keppni á æfingu nýverið. Upp kom ansi öflug hönd og Frímann þurfti að taka ákvörðun.

Norður gefur, allir á hættu. Allt spilið:

Frímann tók upp norðurspilin, sem vel má líkja við skrímsl, af fegurri gerðinni kannski. Hvaða opnunarsögn myndu lesendur Bændablaðsins velja til að hefja leik í norður? Vel þarf að vanda til verka, því ekki er víst að mikið svigrúm gefist til vísindalegra rannsókna í næstu sagnhringjum!

Að minnsta kosti einn spilari á landsliðsæfingunni valdi að opna á ásaspurningu sem spyr um sérstaka ása. Þá er svarað ásalitnum ef ás er að finna. Dæmi: Ef spilari á spaðaás, meldar hann 5 spaða við opnun á 4 gröndum. Sá sem á engan ás meldar 5 lauf sem þýðir að ef svarhönd á laufás verður hún að melda 6 lauf. Og ef þannig vill til að svarhönd eigi tvo ása er svarað á fimm gröndum.

Sjálfur valdi Frímann að opna á 6 tíglum sem hefði skilað 1370 kalli á hættunni ef andstaðan hefði ekki hólkað sér í 6 spaða fórn. Aðeins +500 í NS.

Á hinum borðunum var ýmist opnað á einum tígli, sterku laufi eða sterkum tveimur. En á einu borði var opnað á 4NT „specific aces“ líkt og fyrr segir. Hér vill norður nefnilega vita hvaða ás makker á. Það skiptir öllu.

Eða var það kannski ekki þannig?

Einn spilari slysaðist í 7 tígla. Andstaðan engdist en spilaði svo út „vitlausum“ ás. 2140 í húsi!

Veizla handan við hornið

„Þetta er einhver besta þátttaka hér innanlands sem við munum eftir fyrir Briddshátíð,“ segir Matthías Imsland, framkvæmdastjóri Bridgesambands Íslands.

Briddsveislan ógurlega hefst í lok janúar, Reykjavik Bridge Festival. Íhaldssamir Íslendingar kalla mótið einfaldlega Briddshátíð, en spilað er í Hörpu líkt og síðari ár. Munu kannski færri komast að en vilja, svo mikil er þátttakan. Fyrst er tveggja daga tvímenningur, svo tveggja daga sveitakeppni. Margir sterkir erlendir spilarar koma á mótið. Áður en Briddshátíð fer fram verður haldið ofurmót í Hörpu með nokkrum af bestu spilurum heims.

Skylt efni: bridds

Raflínunefnd umdeild
Fréttir 10. nóvember 2025

Raflínunefnd umdeild

Sveitarfélög og hagsmunasamtök landeigenda hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun raf...

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...

Ísland verði í leiðandi hlutverki
Fréttir 10. nóvember 2025

Ísland verði í leiðandi hlutverki

Stefnumótunarvinna hefur verið sett í gang um framtíð jarðhitanýtingar á Íslandi...

Munu sækjast eftir nýju blóðtökuleyfi
Fréttir 10. nóvember 2025

Munu sækjast eftir nýju blóðtökuleyfi

Forsvarsmenn Ísteka ehf. hafa hug á að sækja um nýtt leyfi til blóðtöku úr fylfu...

Umdeildir virkjanakostir í biðflokk
Fréttir 10. nóvember 2025

Umdeildir virkjanakostir í biðflokk

Jóhann Páll Jóhannsson vill Kjalölduveitu og virkjanakosti í Héraðsvötnum, það e...

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði
Fréttir 7. nóvember 2025

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði, sem hluti af nýjum áherslum og forgang...

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%
Fréttir 7. nóvember 2025

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%

Dilkakjötsframleiðsla var 12% minni nú í september en í sama mánuði á síðasta ár...

Togstreita milli ríkja á COP30
Fréttir 7. nóvember 2025

Togstreita milli ríkja á COP30

COP30, þrítugasti aðildarfundur og ráðstefna Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðann...