Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Bændur eru hvattir til að skrá upplýsingar um áburðargjöf og uppskeru jafnóðum í Jörð.is.
Bændur eru hvattir til að skrá upplýsingar um áburðargjöf og uppskeru jafnóðum í Jörð.is.
Fréttir 11. júní 2021

Skráning á áburðargjöf nú hluti af lögbundnu skýrsluhaldi

Reglugerð um almennan stuðn­ing við landbúnað hefur tekið breytingum og nú er skylt að skrá í Jörð.is alla notkun áburðar til að njóta jarðræktarstyrkja og landgreiðslna.

Nokkuð hefur borið á því að bændur hafi kvartað undan því að þessi ráðstöfun og krafa um skráningu hafi ekki verið kynnt nægilega vel af hálfu ráðuneytis landbúnaðarmála. Því hafi þetta farið framhjá mörgum bændum sem er mjög bagalegt þar sem þeir eiga að sjá um skráninguna. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins setti eigi að síður frétt um málið á vefsíðu sína 28. maí síðastliðinn, en þar segir:

„Undanfarin ár hefur RML boðið bændum upp á þjónustu við skráningu jarðræktarskýrsluhalds og þar á meðal útbúið og sent eyðublöð til útfyllingar til þeirra sem þess óska.

Bændur eru hvattir til að skrá upplýsingar um áburðargjöf og uppskeru jafnóðum í Jörð.is og þá er eftirleikurinn auðveldur næsta haust þegar sækja skal um jarðræktarstyrki og landgreiðslur. Mikilvægt er að vanda skráningar til þess að gögn í Jörð.is sýni raunsanna stöðu hvort sem horft er til einstakra búa eða stærri heildar.

Þeir sem hyggjast nýta sér þjón­ustu RML við skráningar á jarðræktar­skýrsluhaldi er bent á að hafa samband sem fyrst til að unnt sé að senda viðeigandi skráningarblöð.“

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi
Fréttir 16. apríl 2025

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi

Áfram finnast sauðfjárbú með arfgerðabreytileikann T137 í hjörð sinni, sem talin...

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...

Áherslur á Búnaðarþingi
Fréttir 15. apríl 2025

Áherslur á Búnaðarþingi

Á Búnaðarþingi 20. til 21. mars síðastliðinn var ályktað um áherslur á komandi s...

Ný hveitimylla ólíkleg
Fréttir 14. apríl 2025

Ný hveitimylla ólíkleg

Opinberir aðilar hafa ekki gefið Líflandi formlega staðfestingu á að reglur sem ...

Ráðuneytið má ekki grípa inn í
Fréttir 14. apríl 2025

Ráðuneytið má ekki grípa inn í

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að ef Lífla...

Stefnir stærsti hluthafi Örnu
Fréttir 14. apríl 2025

Stefnir stærsti hluthafi Örnu

Stefnir sjóðastýringarfyrirtæki hefur fjárfest í Örnu og er nú skráður stærsti h...