Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Íslandsmót í skógarhöggi fór fram á Skógardeginum mikla í Hallormsstaðaskógi. Hér er það Sigfús J. Oddsson sem beitir söginni.
Íslandsmót í skógarhöggi fór fram á Skógardeginum mikla í Hallormsstaðaskógi. Hér er það Sigfús J. Oddsson sem beitir söginni.
Mynd / Anna Jakobs
Líf og starf 11. júlí 2022

Skógarnir einn af seglum landshultans

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Þór Þorfinnsson, skógarvörður á Austurlandi, segir tilgang Skógardagsins að kynna heimamönnum og gestum skógarmenningu, útivist í skógi og mikilvægi skógræktar sem framtíðaratvinnugreinar á svæðinu.

Skógardagurinn mikli, hefur verið haldinn árlega í Hallormsstaðaskógi um Jónsmessuleytið allt frá árinu 2005, eða fimmtán sinnum alls. Vegna kórónuveirunnar var ekki hægt að halda uppteknum hætti tvö undanfarin ár og því mikil ánægja að hægt var að blása til hans á ný nú í sumar.

Skógardagurinn er samstarfsverkefni skógræktenda á svæðinu, þ.e. Félags skógarbænda á Austurlandi og Skógræktarinnar. Einnig koma að deginum Félag sauðfjár- og kúabænda á Héraði og fjörðum. Skógardagurinn mikli er einn af aðalviðburðum sumarsins á Austurlandi, að sögn Þórs Þorfinnssonar, skógarvarðar á Austurlandi.

Nær tvö þúsund manns hafa sótt dagskrá Skógardagsins ár hvert og segir Þór að svo hafi einnig verið nú en þessi góða aðsókn geri daginn að stærsta einstaka viðburði í Múlaþingi á hverju sumri.

„Tilgangurinn með deginum er að kynna fyrir heimamönnum og gestum skógarmenningu, útivist í skógi og skógrækt og mikilvægi hennar sem framtíðaratvinnugrein á svæðinu. Austurland er þekkt fyrir sína víðfeðmu skóga, þeir eru einn af seglum landshlutans sem brýnt er að halda á lofti,“ segir Þór. Boðið var upp á fjölbreytt dagskrá á Skógardeginum. Má þar nefna Íslandsmeistaramót í skógarhöggi, þar sem Bjarki Sigurðsson fór með sigur af hólmi, Sigfús Jörgen Oddsson varð í öðru sæti og í því þriðja var Jón Þór Þorvarðarson

Kúabændur buðu upp á heilgrillað naut og sauðfjárbændur upp á grillað lambakjöt. Listamenn af ýmsum toga komu fram, m.a. Magni Ásgeirsson, og þá voru þrautir í boði fyrir yngstu kynslóðina. Ketilkaffið var á sínum stað sem og lummurnar en gestir gerðu veitingum góð skil. 

8 myndir:

Skylt efni: Skógardagurinn mikli

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...