Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Fíllinn og músin geta ekki verið herbergisfélagar
Lesendarýni 25. júní 2020

Fíllinn og músin geta ekki verið herbergisfélagar

Höfundur: Guðni Ágústsson
Þegar landbúnaðarráðuneytið var lagt inn í atvinnuvegaráðuneytið með sjávarútvegsráðuneytinu árið 2007, var það eins og velja músinni fílinn að herbergisfélaga. Sjávarútvegurinn er fíll að stærð í íslensku atvinnulífi, hann er stór á heimsmælikvarða og fyrirferðarmikill í íslenskri umræðu og stundum verða sjávarútvegsmálin eins og fíllinn í glervörubúðinni.  Allt ætlar um koll að keyra. Sjávarútvegsauðlindin er þó sú auðlind sem hefur gert okkur að þjóð meðal þjóða og var lengi nánast eini gjaldeyrisaflandi atvinnuvegur landsins. 
 
Sjávarútvegsráðherrar voru jafnan sveittir upp að geirvörtum við að verja eða berjast fyrir atvinnuveginum. Nú eru um 30 ár síðan hann fór af framfærslu gengisfellinga. Landbúnaðurinn okkar er lítill og sætur eins og hagamúsin, og hvernig datt heilvita stjórnmálamönnum í hug að hún lifði vistina af með fílnum í herbergi, ráðuneyti? Fíllinn hlaut að kremja músina og hún yrði fljótt hornreka í ráðuneytinu, enda lítið eftir þar til að halda utan um málefni bænda eða landbúnaðarins. Allt komið í neðstu skúffuna.
 
Hollvinafélag landbúnaðarins væri nauðvörn
 
Blindur hefur leitt heyrnarlausan í málefnum hagamúsarinnar, landbúnaðarins, síðustu árin og reyndar stjórnvöld sprengt félagskerfi bænda að kröfu ESB að auki. Búvörusamningar hafa verið gerðir með annarri hendinni en opnað fyrir flóðgáttir innflutnings með hinni þar sem innlend framleiðsla er eins og músin í viðureign við tröllin. Hrátt kjöt gegn lögmálum lýðheilsunnar. Landbúnaðarráðuneytið nánast mannlaust, Bændasamtökin geld, lítil fagmennska eftir, slakt landamæraeftirlit. Alþjóðlegum samningum og tollamálum snúið á haus. Nú liggur fyrir að tollflokkun hér á landi er ekki í samræmi við samninga við ESB. Brotið á kúabændum og talið einnig að frjálslega sé farið með kjötið, þar er verkefni til að rannsaka. Íslenskir ráðamenn trúðu ekki fyrr en ESB staðfesti brotið, snýst um stóra rifostamálið sem var túlkaður sem jurtaostur. Hvar var landbúnaðarráðuneytið þegar svindlið uppgötvaðist? Þrjár milljónir lítra af mjólk frá ESB runnu ólöglega inn í landið sem nemur framleiðslu á tíu til tólf góðum kúabúum. Samningsbundinn réttur í milliríkjasamningum þverbrotinn, landbúnaðurinn er lagabrögðum beittur eins og nú hefur komið í ljós. 
 
Og enginn gleymir gömlum lambahryggjum frá Nýja-Sjálandi, sem enn jarma úr elli í kistum Bónuss. Gunnar Þorgeirsson formaður og ný og öflug stjórn Bændasamtakanna; þið verðið að vekja bændur og þjóðina til baráttunnar. „Nú er hún Snorrabúð stekkur.“  Gunnar! þú hefur sagt: „Baráttumál bænda er að endurheimta landbúnaðarráðuneytið“, eða landbúnaðarverkefnin heim, þau eru hér og þar í ráðuneytum. Heyrið þið það, Bjarni, Sigurður Ingi og Katrín Jakobsdóttir? Stjórn Bændasamtakanna býður nú það  verk að brjóta í rústir og reisa á ný. Gefið ekkert eftir bændur í samskiptum við ríkisstjórnina og Alþingi í baráttunni fyrir að landbúnaðurinn dafni og lifi af.
 
And-landbúnaðarlegt andrúmsloft ríkir í ráðuneytinu
 
Út með málaflokkinn úr atvinnu­vegaráðuneytinu, þar sem and-landbúnaðarlegt andrúmsloft ríkir. Gerið þá kröfu á ríkisvaldið að stjórnsýsla landbúnaðarins verði endurreist á ný, hún er í tætlum.  
 
Sjávarútvegurinn fær um fimm  milljarða í Hafrannsóknastofnun og Fiskistofu? Bændurnir verða að borga RML að mestu leyti sem er þeirra ráðgjöf. Hvar liggur þessi vísindalegi munur milli landsins og landhelginnar? Hvort tveggja viðkvæmt, náttúrulegt og eign þjóðarinnar, landið og hafið.
 
Landbúnaðurinn er matvæla­öryggi og lýðheilsumál fyrir fólkið í landinu. Landbúnaðurinn á heima með byggðamálum. Matvælaráðuneyti yrði nýtt og enn stærra stökk að gefa landbúnaðinn upp á bátinn. Nú er að duga eða drepast fyrir bændur og framtíð landbúnaðarins.
 
Vinir bænda úr öllum stéttum þjóðfélagsins eru tilbúnir að stofna Hollvinafélag landbúnaðarins og sveitanna. Þarf það til svo stjórnmálamennirnir vakni?
 
Guðni Ágústsson
Við og sauðkindin
Lesendarýni 28. mars 2024

Við og sauðkindin

Sauðkindin hefur verið hluti af menningu okkar og gaf okkur margt af því sem þur...

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“
Lesendarýni 27. mars 2024

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“

Þannig mæltist Camillu Cavendish, dálkahöfundi Financial Times (FT), þann 24. fe...

Landbúnaðarandúð
Lesendarýni 26. mars 2024

Landbúnaðarandúð

Fjölþátta ógnir steðja að íslenskri matvælaframleiðslu sem þó koma flestar úr sö...

Bændur, norskir víkingar og sjálfbær landnýting
Lesendarýni 25. mars 2024

Bændur, norskir víkingar og sjálfbær landnýting

Eins langt aftur og Íslandssagan nær hefur landnýting og búskapur verið órofa he...

Girðingar meðfram vegum
Lesendarýni 25. mars 2024

Girðingar meðfram vegum

Oft eru gáfulegar umræður við kaffiborð í sveitum og þá sérstaklega ef kaffið er...

Hvernig stóð á kúfi dauðsfalla eftir að veiran var að mestu horfin?
Lesendarýni 20. mars 2024

Hvernig stóð á kúfi dauðsfalla eftir að veiran var að mestu horfin?

Mikill fjöldi ótímabærra dauðsfalla á síðustu misserum hefur ekki farið fram hjá...

Þjóðlendukröfur í eyjar og sker
Lesendarýni 14. mars 2024

Þjóðlendukröfur í eyjar og sker

Óbyggðanefnd tók til meðferðarsvæði 12, með því að fjármálaráðuneytinu var tilky...

Eignaupptaka í nafni sjálfbærrar landnýtingar?
Lesendarýni 13. mars 2024

Eignaupptaka í nafni sjálfbærrar landnýtingar?

Í Samráðsgátt stjórnvalda lágu fyrir skemmstu til umsagnar drög að reglugerð um ...