Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Eru bændur ekki atvinnurekendur?
Lesendarýni 8. apríl 2019

Eru bændur ekki atvinnurekendur?

Ég las grein eftir fram­kvæmdas­tjóra Félags atvinnu­rekenda, sem svaraði forystugrein Morgun­blaðsins um innflutning á ófrosnu hráu kjöti. Eftir lesturinn situr helst eftir að Ísland er ekki lengur fullvalda ríki. 
 
Framkvæmdastjórinn segir skylt að standa við það, sem stjórnmálamenn samþykktu án þess að snúið væri upp á höndina á þeim. Þarf nokkuð að snúa upp á höndina á þeim? Fá þeir ekki að finna fyrir því séu þeir með einhvern kjaft? 
 
Steingrímur flæmdi úr VG og ríkisstjórn þá, sem Jóhanna kallaði villiketti. Jón Bjarnason stóð á sannfæringu sinni og lét ekki einbeittan ESB vilja Jóhönnu og Steingrím beygja sig. Annars værum við kannski komin í ESB og ekki spurð um eitt eða neitt, ef hagsmunir þjóðar tækjust á hagsmuni ESB. 
 
Í dag eru á þingi ráðherrar, sem þekkja vána af fjölónæmum bakteríum. Vonandi stuðla þeir að því að þingið skoði málið faglega ofan í kjölinn og vandi sig betur, en með t.d. verðtrygginguna, gjafakvótann og Schengen.  
 
Póstlúgan ekki í réttri hæð samkvæmt ESB tilskipun
 
Það að Íslandi beri skylda til að beygja sig undir lög EFTA, ESB og EES minnir mig á, að fyrir nokkrum árum fékk ég bréf frá póstinum um að hækka póstlúgu á útidyrahurð minni skv. ES eða ESB tilskipun.  Ég ansaði því ekki og fékk þá hótunarbréf um að hætt yrði að bera út póst til mín. Því svaraði ég með grein í Mbl. Síðan hefi ég ekki heyrt frá póstinum. Ætli það sem nú er sagt, að okkur beri að standa við hafi fengið álíka skoðun hjá þinginu og hæð á póstlúgum. Það þyrfti að endurskoða allt það, sem ríkisstjórnin með einbeittan vilja að koma þjóðinni undir verndarvæng ESB samþykkti. 
 
Íslendingar gætu margt lært af Sviss sem er ekki í ESB
 
Sviss er ekki í ESB og mun aldrei ganga í það. Svissneska ríkið var stofnað þannig að kantónurnar sameinuðust í fullvalda ríki með eigin stjórnarskrá. Grunnlögmálið er, að ríkisréttur sé æðri fylkis- eða kantónurétti (Bundes Gericht bricht Kantonal Recht). Þetta þekkja Svisslendingar og vita að ESB lög yrðu æðri þeirra eign lögum gangi þeir í bandalagið. 
 
Íslendingar gætu margt af Svisslendingum lært. Ekki bara í þessu sambandi, heldur líka í ótal mörgu öðru t.d., að hleypa ekki útlendingum eftirlitslaust inn í landið. Það er að segja sé einhver vilji til að halda í tunguna og menninguna, sem veitti okkur fyrst fullveldið fyrir 100 árum og svo lýðveldið. 
 
Er einhver ástæða til að treysta betur niðurstöðum vísindamanna ESB en íslenskum?
 
Í viðbót við skuldbindingar ríkisins er rökstuðningurinn fyrir innflutningi á hráu ófrosnu kjöti:
- Að lítil vörn sé í frystiskyldunni. Meiri hætta sé á smitunum frá ferðamönnum og þeim, sem farið hafa til útlanda. Réttlætir það, að opna fyrir allt hitt?
 
- Að útlendar vísindaniðurstöður standi óhraktar. Hefur einhver lagt sig fram við að hrekja þær? Þær stangast á við rökstuddar niðurstöður innlendra vísindamanna með víðtæka þekkingu og heimsfrægð. Er einhver ástæða til að treysta betur (pöntuðum) niðurstöðum vísindamanna ESB?
 
- Að „viðbótartryggingar séu minna íþyngjandi leið“ og að hin norrænu ríkin hafi náð í gegn, að sýni séu tekin af vörusendingum og vottað að varan sé ekki með salmonellu. EFTA hafi samþykkt þetta með salmonelluna.
 
Hvað með kamfýlóbakter og fjölónæmar bakteríur? 
Er hægt að treysta svona eftirliti með tilliti til þess að nýlega var hrossakjötsblönduðu nautakjöti frá Póllandi dreift um ES svæðið. Búið var að éta nokkur hundruð kíló í Svíþjóð, þegar málið komst upp. Blaðamaður með falda myndavél kom upp um málið. Ekki eftirlitið. 
 
Að sýklalyfjaónæmar bakteríur hafa fundist í innlendu kjöti þannig að takmarkanir innflutnings útiloki ekki áhættu á að þær berist hingað. 
 
Eru rökin hér að ofan nægileg til að taka sénsinn á og leyfa óheftan innflutning á hráu ófrosnu kjöti?
 
Ef allt er reiknað til enda
 
Þeir sem styðja frjálsan innflutning landbúnaðarafurða hafa reiknað út að kostnaður heimila muni lækka verulega með innflutningnum. Ég efast um að svo verði, þegar dæmið er reiknað til enda. Kaupmennska byggist á mismun söluverðs og innkaupsverðs. Íslenskir kaupmenn eru snillingar í að halda birgjum á tánum og munu lækka innkaupsverð meir og meir. Það mun koma fram í lakari gæðum og óvíst að söluverðið lækki. 
 
Það er staðreynd að við eigum heilbrigðustu búfjárstofna í heimi
 
Því hefur lengi verið haldið fram að hærra verð fáist fyrir íslenskan fisk vegna meiri gæða. Er hægt að standa á því að fiskurinn sem syndir í sjónum við Ísland sé eitthvað betri en sá við Noreg og í Barentshafi? 
 
Það er hins vegar staðreynd að við eigum auðlind, sem eru heil­brigðustu búfjárstofnar í heimi. Íbúar jarðar verða stöðugt með­vitaðri um, hvað þeir borða. Heilnæm matvara fær meira og meira pláss í verslunum. Þannig eru búfjárstofnarnir framtíðarlausn fyrir sjálfbæran landbúnað og útflutning landbúnaðarafurða með hagnaði. Samtök atvinnurekanda mega ekki og ótrúlegt er, að þeir skuli reyna að fórna þessu fyrir skammtímagróða nokkurra kaupmanna. 
 
Hefur framkvæmdastjórinn umboð atvinnurekenda til að höndla með lýðheilsu þjóðarinnar í þeirra nafni, sem hverja aðra verslunarvöru? Líklega hafa þeir ekkert verið spurðir.
 
Sigurður Oddsson
Við og sauðkindin
Lesendarýni 28. mars 2024

Við og sauðkindin

Sauðkindin hefur verið hluti af menningu okkar og gaf okkur margt af því sem þur...

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“
Lesendarýni 27. mars 2024

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“

Þannig mæltist Camillu Cavendish, dálkahöfundi Financial Times (FT), þann 24. fe...

Landbúnaðarandúð
Lesendarýni 26. mars 2024

Landbúnaðarandúð

Fjölþátta ógnir steðja að íslenskri matvælaframleiðslu sem þó koma flestar úr sö...

Bændur, norskir víkingar og sjálfbær landnýting
Lesendarýni 25. mars 2024

Bændur, norskir víkingar og sjálfbær landnýting

Eins langt aftur og Íslandssagan nær hefur landnýting og búskapur verið órofa he...

Girðingar meðfram vegum
Lesendarýni 25. mars 2024

Girðingar meðfram vegum

Oft eru gáfulegar umræður við kaffiborð í sveitum og þá sérstaklega ef kaffið er...

Hvernig stóð á kúfi dauðsfalla eftir að veiran var að mestu horfin?
Lesendarýni 20. mars 2024

Hvernig stóð á kúfi dauðsfalla eftir að veiran var að mestu horfin?

Mikill fjöldi ótímabærra dauðsfalla á síðustu misserum hefur ekki farið fram hjá...

Þjóðlendukröfur í eyjar og sker
Lesendarýni 14. mars 2024

Þjóðlendukröfur í eyjar og sker

Óbyggðanefnd tók til meðferðarsvæði 12, með því að fjármálaráðuneytinu var tilky...

Eignaupptaka í nafni sjálfbærrar landnýtingar?
Lesendarýni 13. mars 2024

Eignaupptaka í nafni sjálfbærrar landnýtingar?

Í Samráðsgátt stjórnvalda lágu fyrir skemmstu til umsagnar drög að reglugerð um ...