Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Endurreisum sútunarverksmiðjuna á Sauðárkróki
Mynd / HKr.
Lesendarýni 12. nóvember 2019

Endurreisum sútunarverksmiðjuna á Sauðárkróki

Höfundur: Sveinn Hallgrímsson
Fyrir nokkrum árum voru 3 sútunarverksmiðjur, sem sútuðu gærur, starfræktar hér á landi.  Það var Skinnaverksmiðjan Iðunn á Akureyri,  sem starfrækt var af SÍS, Sútunarverksmiðja Sláturfélags Suðurlands í Reykjavík og Loðskinn hf. á Sauðárkróki.
 
Gærur voru uppistaðan í hráefni þessara verksmiðja. Allar bjuggu þessar verksmiðjur yfir mikilli þekkingu og voru búnar góðum tækjum. Þekking á þessu sviði var mikil hér á landi; aðeins er eftir hluti af þessari þekkingu. Sú þekking er í verksmiðjunni á Sauðárkróki. Þeirri þekkingu megum við ekki glata. Það verður því að endurreisa sútunarverksmiðjuna á Sauðárkróki. Það er auk þess besta leiðin til að verðmætin glatist ekki. Það mun auk þess gagnast íslenskri sauðfjárrækt, þegar til lengri tíma er litið.
 
Íslenska gæran er ein allra besta gæra til framleiðslu ákveðinna vara úr skinnum, þar sem hún er létt og að mestu leyti laus við skemmdir á hárramnum, t.d. af völdum skordýra og annara sníkjudýra, sem veldur skemmdum af ýmsu tagi og verðmætarýrnun gærunnar.
 
Á það má einnig benda að gærur og skinn eru ,,græn“, koma í stað plastefna, eru náttúruvænar afurðir.  Þetta eru efni sem  koma alls staðar að notum.
 
Við og sauðkindin
Lesendarýni 28. mars 2024

Við og sauðkindin

Sauðkindin hefur verið hluti af menningu okkar og gaf okkur margt af því sem þur...

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“
Lesendarýni 27. mars 2024

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“

Þannig mæltist Camillu Cavendish, dálkahöfundi Financial Times (FT), þann 24. fe...

Landbúnaðarandúð
Lesendarýni 26. mars 2024

Landbúnaðarandúð

Fjölþátta ógnir steðja að íslenskri matvælaframleiðslu sem þó koma flestar úr sö...

Bændur, norskir víkingar og sjálfbær landnýting
Lesendarýni 25. mars 2024

Bændur, norskir víkingar og sjálfbær landnýting

Eins langt aftur og Íslandssagan nær hefur landnýting og búskapur verið órofa he...

Girðingar meðfram vegum
Lesendarýni 25. mars 2024

Girðingar meðfram vegum

Oft eru gáfulegar umræður við kaffiborð í sveitum og þá sérstaklega ef kaffið er...

Hvernig stóð á kúfi dauðsfalla eftir að veiran var að mestu horfin?
Lesendarýni 20. mars 2024

Hvernig stóð á kúfi dauðsfalla eftir að veiran var að mestu horfin?

Mikill fjöldi ótímabærra dauðsfalla á síðustu misserum hefur ekki farið fram hjá...

Þjóðlendukröfur í eyjar og sker
Lesendarýni 14. mars 2024

Þjóðlendukröfur í eyjar og sker

Óbyggðanefnd tók til meðferðarsvæði 12, með því að fjármálaráðuneytinu var tilky...

Eignaupptaka í nafni sjálfbærrar landnýtingar?
Lesendarýni 13. mars 2024

Eignaupptaka í nafni sjálfbærrar landnýtingar?

Í Samráðsgátt stjórnvalda lágu fyrir skemmstu til umsagnar drög að reglugerð um ...