Fréttir / Skoðun/ Lesendabásinn

Tækifæri á norðausturhorninu og verkefnið Brothættar byggðir

Þrátt fyrir að byggðarlögin séu ólík eiga þau það sameiginlegt að störfum hefur fækkað, búskapur hefur víða lagst af og dregið hefur úr þjónustu við íbúa.

Hvort er auðveldara að banna veirur eða skipta um skoðun?

Ég held að við séum öll sammála um að hægt er að skipta um skoðun. Og ef reynslan kennir að það gæti verið skynsamlegt þá er einboðið að gera það. En er hægt að banna veirur?

Samvinna afurðastöðva

Á undanförnum árum hafa afurðastöðvar í kjöti mátt þola gríðarmiklar breytingar í sínu samkeppnisumhverfi. Þar sem innflutningur á kjöti hefur aukist verulega frá löndum þar sem aðstæður til framleiðslu eru mun hagfelldari út frá mörgum sjónarhornum, t.d. aðbúnaði dýra, launakostnaði og veðurfari.

Er Ísland til sölu?

Í Bændablaðinu 19. mars sl. gaf að líta grein eftir Gísla Ásgeirsson undir heitinu „Um viðskipti með bújarðir“. Af lestri greinarinnar má glöggt ráða að höfundi hugnast lítt tilburðir þar til bærra stjórnvalda til að reisa einhverjar skorður við uppkaupum og uppsöfnun auðmanna, jafnt innlendra sem erlendra, á íslensku landi.

Takk fyrir matinn

Fyrr í vetur fékk ég til mín gesti frá Bandaríkjunum. Bar ég fram það fínasta úr búrinu á borðin og kynnti fyrir þeim íslenskan mat. Þar mátti finna skyr, osta, lax og lamb. Áður en sest var að snæðingi fóru þau með sína borðbæn: „God bless the food.“

Nú er tíminn til að efla innlenda matvælaframleiðslu

Sjúkdómar og faraldrar hafa hrjáð mannkynið um aldir. Með tilkomu lyfja, auknu hreinlæti og betri heilbrigðisþjónustu höfum við náð að bæta almennt heilbrigði. Á móti kemur að ferðalög heimshorna á milli er nú á færi stórs hluta mannskyns.

Innlend matvæli aldrei mikilvægari

Ísland er land náttúruauðlinda, hreinleika og heilbrigðis, fegurðar og gróðursældar. Ísland er gjöfult land sem getur í senn laðað fram allt það besta hjá okkur sem byggjum það og samtímis boðið gestum sínum nær endalausar upplifanir í náttúru sinni og hreinleika matvælanna, vatnsins og loftsins.