Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Kýr í Mýrdalnum.
Kýr í Mýrdalnum.
Mynd / smh
Skoðun 22. apríl 2020

Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga

Höfundur: Gunnar Þorgeirsson

Eftir að mánuður er liðinn frá því að takmarkanir voru settar á samkomur og ferðir fólks þá grillir í vorið. Þessi tími hefur reynst mörgum erfiður en vonandi lætur kórónuveiran brátt undan svo við getum farið að lifa eðlilegu lífi.

Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands.

Viðbragðsteymi Bændasamtakanna, sem sett var á fót vegna kórónufaraldursins og áhrifa hans á landbúnað, hefur haldið 18 fundi frá miðjum mars. Þar hefur verið brugðist við þeim atriðum sem upp hafa komið hverju sinni. Samtökin hafa liðsinnt bændum og fyrirtækjum í gegnum þessar sérstöku aðstæður. Upplýsingar og leiðbeiningar hafa birst á vef Bændasamtakanna og einnig á vef Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins. Fjölmörg atriði hafa komið inn á borð samtakanna, svo sem afleysingar, starfsskipulag í matvælafyrirtækjum, skráning afurðatjóna, upplýsingar um fóðurstöðu og margt fleira. Samstarf við stjórnvöld hefur verið til fyrirmyndar og allir hafa lagst á eitt.

Getum við mannað sláturhúsin í haust?

Nýjasta viðfangsefnið er að mæta vinnuaflsþörf á sauðburði og síðar í sláturtíð. Það er von að menn spyrji hvernig manna eigi sláturhúsin í haust ef að ferðatakmarkanir verða enn við lýði. Á síðustu árum hafa nokkur hundruð manns komið erlendis frá á hverju hausti til þess að vinna í sláturtíð. Ég hvet sláturleyfishafa til að horfa til þess að nota innlent vinnuafl eins og hægt er þar sem atvinnuleysi er í sögulegu hámarki. Bændasamtökin eru í samskiptum við hagsmunaaðila um að nálgast málið á þann hátt svo vinna megi gegn atvinnuleysi í landinu.

Endurskoðun garðyrkjusamnings gefur góð fyrirheit

Unnið er að endurskoðun á búvörusamningi við garðyrkjuna og eru viðræður bænda og ríkisvaldsins á lokastigi. Í samningnum felast ýmis tækifæri fyrir garðyrkjuna. Má þar nefna aukinn stuðning við útirækt, rannsóknir og ráðgjafarstörf ásamt sérstökum stuðningi til eflingar lífrænnar ræktunar. Hvet ég garðyrkjubændur til að nýta tækifærin sem felast í samningnum, en hann verður kynntur sérstaklega þegar búið verður að undirrita hann. Í framhaldi af frágangi á garðyrkjusamningi er fyrirhuguð endurskoðun á rammasamningi landbúnaðarins og er stjórn Bændasamtakanna að undirbúa þá vinnu.

Þéttum raðir bænda

Með hækkandi sól og auknu ferðafrelsi er nauðsynlegt fyrir stjórn BÍ að fara að vinna að félagskerfisbreytingum sem samþykkt var á síðasta Búnaðarþingi. Þar horfum við til að þétta raðir bænda og efla hagsmunagæsluhlutann sem ég tel lífsnauðsynlegan fyrir samtökin. Undanfarnar vikur hafa framkvæmdastjórar búgreinanna komið að viðbragðsteyminu og hefur þessi hópur unnið sem einn maður. Miklir möguleikar felast í þeim mannauði sem við höfum aðgang að og er nauðsynlegt að taka samtalið um hvort ekki megi ná fram auknu hagræði með breytingum. Það verður unnið í þessum atriðum í framhaldi af kórónufaraldrinum sem hefur í raun tekið allan tíma og orku stjórnarmanna fram til þessa. Við hlökkum til að eiga samtalið þegar fram í sækir.

Horfum til styrkleika landbúnaðarins

Nú þegar margar leikreglur eru öðruvísi en þær voru í upphafi árs er nauðsynlegt að horfa til styrkleika framleiðslugreina á Íslandi. Þar mun landbúnaðurinn skipta miklu á grundvelli fæðuöryggis til framtíðar. Það verður ekki hjá því komist að horfa til alþjóðasamninga og þá ekki síst við Evrópusambandið á grundvelli útgöngu Breta. Þar köllum við eftir því að landbúnaðurinn komi að þeirri endurskoðun. Það þarf nauðsynlega að styrkja skilgreiningar á tollum og vörum sem bera tolla. Það er von mín að við fetum spor til framtíðar í þeim efnum sem setja hagsmuni Íslands í öndvegi.

Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...

Hinn glæsilegi árangur
Skoðun 14. nóvember 2023

Hinn glæsilegi árangur

Mér líður satt að segja hálf hjárænulega að setjast við skriftir um þrasið og ós...

Dagur sauðkindarinnar
Skoðun 13. nóvember 2023

Dagur sauðkindarinnar

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu var haldinn í reiðhöllinni Skeiðvangi á...

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum
Skoðun 1. ágúst 2023

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum

Í fréttatilkynningu Hafrannsóknastofnunar og í grein Ragnars Jóhannssonar, ranns...

Landbúnaðurinn og aðstoð við Úkraínu
Skoðun 8. júní 2023

Landbúnaðurinn og aðstoð við Úkraínu

Við lifum á óstöðugustu og hættulegustu tímum síðan síðari heimsstyrjöldinni lau...