Fréttir / Skoðun

Hafa 62% á móti

Stór hluti Íslendinga er upptekinn af söngvakeppni Eurovision þessa dagana og herma heimildir að fólk sé þegar farið að koma sér fyrir á bílastæðinu við Egilshöllina í Reykjavík til að tryggja sér aðgang þegar keppnin verður haldin á Íslandi vorið 2020. Það er þó annað mál sem er mun stærra og alvarlegra þar sem stjórnvöldum er að takast að kljúfa þjóðina í tvennt, í stað þess að sameina hana eins og Hatarar eru nú að gera.

Bændur vilja þriggja ára aðlögunartíma

Lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem heimilar innflutning á hráu ófrosnu kjöti, eggjum og ógerilsneyddri mjólk og mjólkurafurðum er nú til umfjöllunar á Alþingi. Bændasamtök Íslands hafa í umsögnum sínum og umfjöllun um málið lagst gegn samþykkt þess.

„Að draga rangar ályktanir“

Talsmaður heildsala, Ólafur Stephensen, framkvæmda­stjóri Félags atvinnurekenda (FA), sakar afurðastöðvar um tvískinnung í afstöðu gegn innflutningi á kjöti þar sem þær flytji inn kjöt og því geti innflutt kjöt ekki verið hættulegt eins og haldið er fram.

Heilbrigðir búfjárstofnar eru meðal auðlinda Íslendinga

Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um breytingar á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim.

Megi það byrja hjá mér

Í náttúrunni er ekkert til sem heitir rusl. Þar er allt fullnýtt. Það sem er úrgangur frá einni starfsemi eða einni lífveru er nýtt af annarri og til verður hringrás efna og orku þar sem ekkert er undanskilið og allt hefur tilgang og markmið.

Til varnar landgræðslustjóra

Upphlaup sauðfjárbænda í Biskupstungum vegna fyrirlesturs landgræðslustjóra á Fagráðstefnu skógræktar á dögunum vekur furðu, í ljósi þess að um var að ræða fullorðið fólk.

Heimaslátrun og bein markaðssetning kjötafurða á Kúbu

Í kjölfar þess að starfsferli mínum hjá Matís lauk með skyndilegum hætti í desember sl., ákvað ég að fylgja eftir áherslum á aukna framlegð bænda af sölu lambakjöts, sem ég hafði verið mjög áfram um sem forstjóri Matís. Það er bjargföst trú mín (studd niðurstöðum rannsókna) að ein leið til þess sé að stuðla að því að neytendur og bændur geti átt í beinum viðskiptum sín á milli.