Fréttir / Skoðun

Ráðgjöf Hafró – er rétt mælt?

Dökk skýrsla Hafrannsókna­stofn­unar leit dagsins ljós 16. júní sl. Þar ráðleggur stofnunin sjávarútvegsráðherra að heimila ekki meiri þorskafla á næsta fiskveiðiári en 256.593 tonn. Það er 15.818 tonn minna en nú er, þ.e. 5,8%.

COVID-19 ekki búið

Heimsfaraldur vegna COVID-19 er hvergi nærri yfirstaðinn.

Stefna stjórnvalda í tollamálum ógnar íslenskri matvælaframleiðslu

Innflutningur á búvörum hefur snaraukist á síðustu árum og með nýlegum tollasamningi við Evrópusambandið hafa álögur á innflutning minnkað til muna. Bændasamtökin hafa lýst áhyggjum sínum af útboði tollkvóta á landbúnaðarvörum á seinni hluta ársins. Erindi var sent á ráðherra sjávar­útvegs- og landbúnaðarmála þann 30. apríl síðastliðinn þar sem farið var fram á að fallið yrði frá útboði á tollkvótum fyrir tímabilið júlí til desember á þessu ári.

Fíllinn og músin geta ekki verið herbergisfélagar

Þegar landbúnaðarráðuneytið var lagt inn í atvinnuvegaráðuneytið með sjávarútvegsráðuneytinu árið 2007, var það eins og velja músinni fílinn að herbergisfélaga. Sjávarútvegurinn er fíll að stærð í íslensku atvinnulífi, hann er stór á heimsmælikvarða og fyrirferðarmikill í íslenskri umræðu og stundum verða sjávarútvegsmálin eins og fíllinn í glervörubúðinni.

Skatturinn og jörðin

Er það sanngjarnt að einstaklingur geti átt heilu og hálfu dalina og heiðarnar með, nýtt öll þau hlunnindi sem fylgja og treyst á íslenska stofnanaumgjörð án þess að leggja nokkuð til samfélagsins? Sitt sýnist hverjum en jarða­uppkaup erlendra auðmanna á Íslandi hafa á undanförnum árum vakið upp sterk viðbrögð.

Ullin í nútíð og framtíð

Í Evrópu er starfandi hópur fólks frá nokkrum ólíkum löndum sem hittist og fundar reglulega. Þetta er þverfaglegur hópur, stofnaður í nóvember 2019, sem kemur að ræktun sauðfjár og ullarvinnslu á ýmsan hátt og eru margir þeirra sérfræðingar á einhverju sviði rannsókna, vinnslu eða nýtingar hráefnis - ekki bara ullar.

Þekkingaröflun

Hugtakið vísindi felur í sér leit að þekkingu en það hefur ekki nokkur maður rétt á að fela ágiskanir og óskhyggju á bak við þetta hugtak þótt það sé gert í stórum stíl.