Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Afmarkaðar áherslur kúabúskapar verða teknar fyrir á haustfundum.
Afmarkaðar áherslur kúabúskapar verða teknar fyrir á haustfundum.
Mynd / GBE
Á faglegum nótum 13. október 2022

Skoðanakannanir og haustfundir

Höfundur: Guðrún Björg Egilsdóttir, sérfræðingur hjá BÍ.

Það eru ýmis verkefni fram undan hjá búgreinadeild nautgripabænda þetta haustið, líkt og önnur haust.

Guðrún Björg Egilsdóttir

Á næstu vikum verða tvær skoðanakannanir settar í loftið, önnur fyrir mjólkurframleiðendur og hin fyrir nautakjötsframleiðendur. Þeir bændur sem stunda bæði mjólkur- og nautakjötsframleiðslu eru beðnir um að svara báðum könnunum en tilgangur þeirra er að gefa stjórn og starfsfólki NautBÍ betri innsýn í stöðu greinarinnar.

Sömuleiðis koma niðurstöðurnar til með að vera leiðbeinandi fyrir starfs- og stjórnarfólk samtakanna í fyrstu skrefum endurskoðunar á samningi um starfsskilyrði nautgriparæktar, samhliða ályktunum búgreinaþings.

Hvetjum við því nautgripabændur til þess að taka þátt og svara eftir bestu getu en nánari upplýsingar um kannanirnar verða birtar á vef okkar, www.bondi.is/naut.

Þann 14. október standa Bændasamtökin fyrir málþingi sem ber titilinn „Græn framtíð“ og fjallar um áskoranir og framtíðarverkefnin í landbúnaði á Íslandi. Málþingið verður haldið á degi landbúnaðarins á Hótel Nordica en síðar sama dag opnar Landbúnaðarsýningin í Laugardalshöll. Bændasamtökin bjóða félagsmönnum sínum á sýninguna. Hvetjum við öll, fagfólk og áhugafólk um landbúnað, til að kíkja á sýninguna og taka spjallið við stjórnir og starfsfólk samtakanna en okkur má finna í sameiginlegum bás BÍ og RML, bás b14.

Haustfundir búgreinadeildar nautgripabænda BÍ eru fram undan en þeir verða með örlítið breyttu sniði þetta árið. Í stað þessa að fara yfir öll málefni nautgripabænda á landsvæðaskiptum fundum ætlum við að halda stærri fundi (fyrir allt landið) með afmarkaðra efni.

Haldnir verða a.m.k. tveir fundir með mismunandi áherslum, á fyrri fundinum förum við yfir stöðuna í mjólkurframleiðslunni, störf verðlagsnefndar og endurskoðun á verðlagsgrundvellinum. Á þeim fundi verður sömuleiðis farið yfir fyrirkomulag kvótamarkaða og jafnvægisverð. Á seinni fundinum verður farið yfir niðurstöður skoðanakannananna og rætt um hvaða stefnu bændur vilja taka í endurskoðun búvörusamninganna. Fundirnir fara fram í gegnum Teams og verða nánari upplýsingar um fundina birtar á vef okkar.

Glæsilegt Íslandsmót í hestaíþróttum
Fréttir 11. júlí 2025

Glæsilegt Íslandsmót í hestaíþróttum

Íslandsmót fullorðinna og ungmenna var haldið á Brávöllum á Selfossi dagana 25. ...

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í íslenskum svínum
Fréttir 11. júlí 2025

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í íslenskum svínum

Matvælastofnun (MAST) greindi frá því í byrjun mánaðar að MÓSA bakteríur hefðu g...

Ársfundi LSB frestað aftur
Fréttir 11. júlí 2025

Ársfundi LSB frestað aftur

Í sumar hefur þurft að fresta ársfundi Lífeyrissjóðs bænda tvisvar.

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað
Fréttir 11. júlí 2025

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað

Þrjár sauðfjárveikivarnarlínur hafa verið lagðar niður og fækkar varnarhólfum um...

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár
Fréttir 11. júlí 2025

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár

Atvinnuvegaráðuneytið hefur sent kartöflubændunum í Hrauk í Þykkvabænum fyrirmæl...

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...