Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Skjöldólfsstaðir
Bóndinn 25. febrúar 2021

Skjöldólfsstaðir

Tókum við búskap á Skjöldólfsstöðum í Breiðdal í lok árs 2015, bæði fersk úr búfræðinámi Bændaskólans á Hvanneyri sem við kláruðum sama ár. Þar var fyrir sauðfjárbúskapur og er það enn í dag. Fengum að leigja jörðina og máta hana við okkur fyrst um sinn á meðan við vorum að koma undir okkur fótunum og keyptum svo í lok 2018,“ segja ábúendurnir á Skjöldólfsstöðum í Breiðdal.

Býli: Skjöldólfsstaðir, í Breiðdal.

Staðsett í sveit: Við erum staðsett á Austfjörðum, nánar tiltekið í Breiðdal í S-Múlasýslu.

Ábúendur: Sigurður Max Jónsson og Arna Silja Jóhannsdóttir.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Fjölskyldan er fjögurra manna, en hún stækkaði fyrir skömmu síðan. Siggi og Silja, eins og við erum gjarnan kölluð, eigum synina tvo, Eyvind Örn 2 ára og Rögnvald Daða, fæddan í desember 2020. Einnig búa með okkur kettirnir tveir, Mjalla og Júffa og smalahundurinn Tása. Svo eru auðvitað nokkrar dekurskjátur úti í fjárhúsum eins og gengur og gerist.

Stærð jarðar? Rétt rúmir 1.000 hektarar.

Gerð bús? Við erum með sauðfé, einnig nokkur hross. Höfum nýverið ákveðið að bæta við skógrækt og byrjum á því verkefni í vor.

Fjöldi búfjár og tegundir? Erum með um 400 vetrarfóðraðar ær og sex hross í haga.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Sauðfjárbúskapur er ótrúlega skemmtileg og fjölbreytileg grein og þess vegna eru vinnudagarnir breytilegir eftir árstíma, en á veturna er fénu sinnt kvölds og morgna. Siggi vinnur sem frjótæknir árið um kring og sinnir því á milli verka en hann hefur einnig starfað sem áburðarráðgjafi hjá Spretti áburðarsölu síðustu þrjú ár. Á vorin er sauðburðurinn að sjálfsögðu langfyrirferðarmestur ásamt því að sinna viðhaldi á girðingum og stunda endurrækt á túnum. Sumrin einkennast gjarnan af heyskap og annarri útivinnu ásamt því að vinna og Silja vinnur sem sumarstarfsmaður á Breiðdalssetri, sem er jarðfræði-, málvísinda og sögustofnun. Á haustin eru smalamennskur nánast allsráðandi, en síðustu ár höfum við einnig nýtt þann tíma í endurbætur á fjárhúsum. 

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegast er að smala og sjá hvernig lömbin koma niður af fjalli, fara í gegnum þau og velja ásetninginn. Síst finnst okkur trúlega að gefa ormalyf og bólusetja féð með fyrirbyggjandi lyfjum, þó það sé samt ekki beint leiðinlegt.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Það hefur alltaf verið draumurinn að ná að stækka búið, fara jafnvel upp í 500–600 fjár og vera komin á fullt út í skógrækt. Einnig vera búin að útbúa betri aðstöðu fyrir hestamennskuna.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í framleiðslu á íslenskum búvörum? Tækifærin liggja í hversu lítil sýklalyfjanotkun er í íslenskri matvælaframleiðslu. Einnig teljum við að umræða um kolefnisspor framleiðslunar muni vega þyngra í framtíðinni, en þar eigum við líka mikil tækifæri.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Rjómi, ostur og smjör er eitthvað sem má ekki vanta!

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Siggi segir að það eigi að borða hangikjöt í hverri viku, því það er hans uppáhaldsmatur. Silja er meira fyrir gamla góða lambalærið með tilheyrandi meðlæti. Svo er líka gott að fá kjötsúpu.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það vill nú þannig til að eftirminnileg atvik eiga það gjarnan sameiginlegt að vera mjög óheppileg og eigum við nokkur þannig! Til dæmis þegar við ætluðum að bólusetja gemlingana fyrir lambasjúkdómum og vorum búin að safna þeim saman í einn hnapp öðrum megin í húsinu þegar grindargólfið gaf sig og pompaði undan þeim þannig að helmingurinn af þeim lentu niður í kjallara og upp hófst mikill eltingaleikur við þær í skítnum. 

Sem betur fer voru kjallararnir á þeim tíma þurrir og engum varð meint af. Það sem gerði þetta enn eftirminnilegra var það að um leið og gólfið hrundi þá kom góður vinur okkar í heimsókn og hann var drifinn í að hífa upp gemlinga upp úr kjallaranum.  

Fjölmennum eigendahópum fjölgar
Fréttir 26. mars 2025

Fjölmennum eigendahópum fjölgar

Undanfarin ár hefur orðið veruleg fjölgun jarða í fjölmennri sameign. Sé miðað v...

Rekstrarfélag um lífgas- og áburðarver
Fréttir 26. mars 2025

Rekstrarfélag um lífgas- og áburðarver

Í byrjun mars var rekstrarfélag stofnað utan um starfsemi á lífgas- og áburðarve...

Ætlunin að jafna leikinn
Fréttir 25. mars 2025

Ætlunin að jafna leikinn

Markmið nýs jarðhitaátaks er að jafna leikinn á milli þeirra 90% landsmanna sem ...

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr
Fréttir 25. mars 2025

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr

Matsáætlun um vindorkuver á Þorvaldsstöðum í Borgarbyggð er nú í skipulagsgátt. ...

Jóhannes nýr bústjóri
Fréttir 24. mars 2025

Jóhannes nýr bústjóri

Jóhannes Kristjánsson hefur verið ráðinn bústjóri Hvanneyrarbúsins.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...