Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Skeiðönd
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 16. júní 2023

Skeiðönd

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Skeiðönd er fremur sérkennileg buslönd með stóran og mikinn gogg sem hún notar til að sía fæðu úr vatni eða leðju. Líkt og aðrar buslendur þá stingur hún höfðinu ofan í vatnið í fæðuleit eða hálfkafar með stélið upp. Þessi fæða sem hún síar úr vatninu eru sviflæg krabbadýr, lirfur, skordýr, fræ og plöntuleifar. Hún er nokkuð minni en stokkönd, með fremur stuttan háls og þennan einkennandi stóra gogg sem er eins og skeið í laginu. Skeiðendur hafa ekki orpið hér á Íslandi nema í tæplega 100 ár og telst því nokkuð nýr varpfugl. Stofninn er lítill, eða um 50 pör, sem gerir hana að sjaldgæfustu andartegundinni sem verpir reglulega á Íslandi. Hún sækir helst í lífrík votlendissvæði og verpir hér í flestum landshlutum en er þó algengust á Norður- og Norðausturlandi. Hér er hún farfugl og er talið að þeir fuglar sem verpa hér hafi vetursetu í Bretlandseyjum og er Ísland sennilega á norðurmörkum útbreiðslu hennar í Evrópu.

Skylt efni: fuglinn

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...