Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Skeggrætt um tollamál – af hverju breyttist ostur í jurtaost í hafi?
Fréttir 12. maí 2021

Skeggrætt um tollamál – af hverju breyttist ostur í jurtaost í hafi?

Frá því á vormánuðum 2020 hafa hagsmunasamtök bænda og afurðastöðvar þeirra tekið framkvæmd innflutnings búvara og tollasamninga til gagngerrar skoðunar og umfjöllunar.

Erna Bjarnadóttir hagfræðingur hefur ítrekað bent á ýmsa vankanta í þessu efni og þá einkum varðandi innflutning á mjólkurvörum en leikurinn hefur borist víðar – s.s. í kjötvörur og afurðir garðyrkju. Upp hefur komist að einhvern veginn eiga þessar vörur til með að umbreytast í hafi í aðrar vörur á leið sinni frá meginlandinu til Íslands. Venjulegur ostur breyttist t.d. í jurtaost svo dæmi sé tekið. En eftir ábendingar Ernu hefur innflutningur á jurtaosti t.d. stórminnkað - sem er verulega áhugavert.

Segja má að Erna Bjarnadóttir hafi lyft upp lokinu af potti sem ekki var vitað að væri til. Innihaldið var svo magnað að Alþingi bað Ríkisendurskoðun um að líta á það. Í spjallinu við Ernu kemur fram að svo virðist sem Hagstofan hafi aldrei reynt að bera saman tölur um innflutning ákveðinna vara til Íslands við það sem útflutningslöndin sögðust hafa sent þangað. Hefði það verið gert hefði Hagstofan séð að ekki var allt með felldu.

En hverjir græddu og hverjir töpuðu á því að ostur breyttist í jurtaost í hafi? Bændur töpuðu en innflytjendur högnuðust. Ríkið var af tekjum. Hagtölur eru ekki réttar.

Hlustaðu á viðtalið við Ernu Bjarnadóttur hagfræðing í Hlöðunni, hlaðvarpi Bændablaðsins. Umsjónarmaður Skeggrætt er Áskell Þórisson.

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...