Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Skeggrætt um tollamál – af hverju breyttist ostur í jurtaost í hafi?
Fréttir 12. maí 2021

Skeggrætt um tollamál – af hverju breyttist ostur í jurtaost í hafi?

Frá því á vormánuðum 2020 hafa hagsmunasamtök bænda og afurðastöðvar þeirra tekið framkvæmd innflutnings búvara og tollasamninga til gagngerrar skoðunar og umfjöllunar.

Erna Bjarnadóttir hagfræðingur hefur ítrekað bent á ýmsa vankanta í þessu efni og þá einkum varðandi innflutning á mjólkurvörum en leikurinn hefur borist víðar – s.s. í kjötvörur og afurðir garðyrkju. Upp hefur komist að einhvern veginn eiga þessar vörur til með að umbreytast í hafi í aðrar vörur á leið sinni frá meginlandinu til Íslands. Venjulegur ostur breyttist t.d. í jurtaost svo dæmi sé tekið. En eftir ábendingar Ernu hefur innflutningur á jurtaosti t.d. stórminnkað - sem er verulega áhugavert.

Segja má að Erna Bjarnadóttir hafi lyft upp lokinu af potti sem ekki var vitað að væri til. Innihaldið var svo magnað að Alþingi bað Ríkisendurskoðun um að líta á það. Í spjallinu við Ernu kemur fram að svo virðist sem Hagstofan hafi aldrei reynt að bera saman tölur um innflutning ákveðinna vara til Íslands við það sem útflutningslöndin sögðust hafa sent þangað. Hefði það verið gert hefði Hagstofan séð að ekki var allt með felldu.

En hverjir græddu og hverjir töpuðu á því að ostur breyttist í jurtaost í hafi? Bændur töpuðu en innflytjendur högnuðust. Ríkið var af tekjum. Hagtölur eru ekki réttar.

Hlustaðu á viðtalið við Ernu Bjarnadóttur hagfræðing í Hlöðunni, hlaðvarpi Bændablaðsins. Umsjónarmaður Skeggrætt er Áskell Þórisson.

Undrajurt Inkanna
Fréttir 23. júní 2021

Undrajurt Inkanna

Flóran hlaðvarpsþáttur Hlöðunnar um helstu nytjaplöntur jarðar, er kominn aftur ...

Einkaviðræður um sölu Bændahallarinnar hafnar
Fréttir 23. júní 2021

Einkaviðræður um sölu Bændahallarinnar hafnar

Sala á Bændahöllinni sem hýst hefur starfsemi Hótel Sögu í 59 ár virðist vera ve...

Gremjufræði, sannleikslitlar ævisögur og falsaðar dagbækur Hitlers meðal efnis í Sögu
Fréttir 21. júní 2021

Gremjufræði, sannleikslitlar ævisögur og falsaðar dagbækur Hitlers meðal efnis í Sögu

Markús Þórhallsson ræðir við Kristínu Svövu Tómasdóttur, ritstjóra, um innihald ...

Nýtt auðkennismerki á íslensku kjöti
Fréttir 21. júní 2021

Nýtt auðkennismerki á íslensku kjöti

Íslenskt gæðanaut er nýtt merki sem Landssamband kúabænda hefur verið að vinna a...

Leiðbeiningar um slátrun í litlum geit- og sauðfjársláturhúsum
Fréttir 18. júní 2021

Leiðbeiningar um slátrun í litlum geit- og sauðfjársláturhúsum

Nýverið undirritaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra nýja reglugerð um slátr...

Stærsta svínabú heims byggt í Kína
Fréttir 16. júní 2021

Stærsta svínabú heims byggt í Kína

Í Kína er nú verið að byggja stærsta svínabú heims en það mun framleiða árlega 2...

Síðustu fundir Ræktum Ísland!
Fréttir 15. júní 2021

Síðustu fundir Ræktum Ísland!

Á síðustu vikum hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ásamt verkefnisstjóru...

Efla samstarf um ráðstöfun endurvinnsluefna og úrgangsstjórnun
Fréttir 14. júní 2021

Efla samstarf um ráðstöfun endurvinnsluefna og úrgangsstjórnun

Samstarfssamningur hefur verið undirritaður milli Pure North Recycling, Bændasam...