Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar hefur veg og vanda af tilnefningum og afhendingu umhverfisviðurkenningar fyrir hönd sveitarfélagsins.
Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar hefur veg og vanda af tilnefningum og afhendingu umhverfisviðurkenningar fyrir hönd sveitarfélagsins.
Mynd / Sveitafélagið Skagafjörður
Líf og starf 26. september 2022

Sjö umhverfisviðurkenningar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Alls voru sjö umhverfisviðurkenningar afhentar við athöfn í Húsi Frítímans á Sauðárkróki á dögunum.

Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar hefur veg og vanda af tilnefningum og afhendingu umhverfisviðurkenningar fyrir hönd sveitarfélagsins.

Félagskonur fóru um allan Skagafjörð, en að þeirra mati er umgengni í sveitarfélaginu stöðugt að batna og metnaður íbúa til að hafa umhverfið snyrtilegt hefur aukist. Alls hafa Soroptimistakonur afhent 100 viðurkenningar um árin, en þetta var átjánda árið sem klúbburinn veitir slíkar viðurkenningar.

Sjö viðurkenningar

Í ár voru veittar sjö viðurkenningar í fimm flokkum. Flugumýrarhvammur hlaut viðurkenningu í flokknum sveitabýli með hefðbundinn búskap en eigendur eru þau Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir og Rögnvaldur Ólafsson. Snyrtilegasta lóð við fyrirtæki var valið Dalasetur þar sem þau Jakobína Helga Hjálmarsdóttir, Þórarinn Þórðarson, Daníel Þórarinsson og Stefán Óskar Hólmarsson hafa byggt upp einstaklega snyrtilegt og fallegt svæði í landi Helgustaða í Unadal. Snyrtilegasta lóð við opinbera stofnun var valin Byggðastofnun.

Einstakt framtak

Hjónunum Maríu Guðmundsdóttur og Sigurði Hansen á Kringlumýri var veitt viðurkenning fyrir einstakt framtak með uppsetningu Grjóthers Hauganesbardaga ásamt uppbyggingu og starfsemi í Kakalaskála. Fram kom í umsögn að þetta framtak Kringlumýrarhjóna væri ávinningur fyrir samfélagið allt.

Þá hlutu þrjár lóðir viðurkenningu en allar eiga það sameiginlegt að verkja athygli fyrir snyrtimennsku og góða umhirðu.

Lóðirnar eru við Furulund 4 í Varmahlíð, eigandi Helga Bjarnadóttir, Kirkjugata 7 Hofsósi, eigendur Dagmar Ásdís Þorvaldsdóttir og Ragnar Þór Jónsson og Raftahlíð 44 á Sauðárkróki, eigendur Eva Óskarsdóttir og Svavar Sigurðsson.

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...