Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Um 60 manns sem starfa við landbúnað frá Norðurlöndunum komu saman þann 20. ágúst síðastliðinn á ársfundi NBC-samtakanna þar sem staða landbúnaðar vegna COVID-ástandsins var rædd ásamt loftslagsmálefnum. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, var fulltrúi íslenskra bænda á fundinum.
Um 60 manns sem starfa við landbúnað frá Norðurlöndunum komu saman þann 20. ágúst síðastliðinn á ársfundi NBC-samtakanna þar sem staða landbúnaðar vegna COVID-ástandsins var rædd ásamt loftslagsmálefnum. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, var fulltrúi íslenskra bænda á fundinum.
Fréttir 16. september 2020

Sjálfbær og holl matvæli eru í forgrunni

Höfundur: Erla Gunnarsdóttir

Á dögunum héldu Samtök nor­rænna bændasamtaka (NBC) stóran ársfund sinn sem að þessu sinni fór fram rafrænt. Til stóð að halda fundinn í Brumunddal í Noregi en vegna kórónakrísunnar var það ekki unnt á þessu ári. Fyrirferðarmestu málefni fundarins voru áhrif COVID-19 á landbúnað á Norðurlöndunum ásamt umhverfis-­ og loftslagsmálefnum, en formenn norrænu bænda­samtakanna sendu í framhaldi af fundinum ályktun í þeim efnum til Norðurlandaráðs.

Kórónukrísan hefur kastað nýju ljósi á mikilvægi matvælakerfa um allan heim og eru neytendur nú meðvitaðri um hvaða gildi norræn matvælaframleiðsla hefur. Á þessum erfiðum tímum hafa norrænir bændur og samvinnufélög þeirra sýnt hvað í þeim býr við að afhenda örugg, sjálfbær og holl matvæli. Hér að neðan má sjá brot úr ályktun sem formenn norrænu bændasamtakanna undirrituðu í kjölfarið af fundinum sem sent var til Norðurlandaráðs:

„Norrænn landbúnaður og skógariðnaður eru í fararbroddi þegar kemur að sjálfbærri framleiðslu. Við höfum heilbrigð dýr, minnstu notkun á sýklalyfjum í Evrópu, ákjósanlega notkun varnarefna og áburðar ásamt loftslagsskilvirkri framleiðslu. Bændur og skógareigendur stjórna stórum landsvæðum sem fanga upp og geyma kolefni og starfsemin leiðir af sér líffræðilegan fjölbreytileika og hreint vatn. Loftslagsbreytingarnar eru hnattræn ógnun sem eykur varnarleysi í matvælaframleiðslu.

Bændur og skógareigendur verða fyrir áhrifum vegna þessa en oft og tíðum eru það þessir aðilar sem hafa lausnir til að minnka losun. Norrænir bændur og samvinnufélög þeirra eru leiðandi þegar kemur að minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda sem hefur verið á bilinu 6–17 prósentum minna frá árinu 1990.

Losun gróðurhúsalofttegunda frá jórturdýrum er hluti af náttúrulegu ferli og horfa verður á það á annan hátt en losun vegna vinnslu og brennslu á jarðefnaeldsneyti. Ekki er hægt að koma í veg fyrir losun gróðurhúsalofttegunda frá líffræðilegum kerfum, þar á meðal landbúnaði. Norrænir bændur hafa í stórum mæli skuldbundið sig til að halda áfram með enn umhverfisvænni framleiðslu en áður. Nú þegar er unnið með verkfæri til að bæta fóðrun og uppskeru, skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir líforku ásamt framleiðslu á lífgasi úr búfjáráburði.“

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi
Fréttir 16. apríl 2025

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi

Áfram finnast sauðfjárbú með arfgerðabreytileikann T137 í hjörð sinni, sem talin...

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...

Áherslur á Búnaðarþingi
Fréttir 15. apríl 2025

Áherslur á Búnaðarþingi

Á Búnaðarþingi 20. til 21. mars síðastliðinn var ályktað um áherslur á komandi s...

Ný hveitimylla ólíkleg
Fréttir 14. apríl 2025

Ný hveitimylla ólíkleg

Opinberir aðilar hafa ekki gefið Líflandi formlega staðfestingu á að reglur sem ...

Ráðuneytið má ekki grípa inn í
Fréttir 14. apríl 2025

Ráðuneytið má ekki grípa inn í

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að ef Lífla...

Stefnir stærsti hluthafi Örnu
Fréttir 14. apríl 2025

Stefnir stærsti hluthafi Örnu

Stefnir sjóðastýringarfyrirtæki hefur fjárfest í Örnu og er nú skráður stærsti h...