Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Um 60 manns sem starfa við landbúnað frá Norðurlöndunum komu saman þann 20. ágúst síðastliðinn á ársfundi NBC-samtakanna þar sem staða landbúnaðar vegna COVID-ástandsins var rædd ásamt loftslagsmálefnum. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, var fulltrúi íslenskra bænda á fundinum.
Um 60 manns sem starfa við landbúnað frá Norðurlöndunum komu saman þann 20. ágúst síðastliðinn á ársfundi NBC-samtakanna þar sem staða landbúnaðar vegna COVID-ástandsins var rædd ásamt loftslagsmálefnum. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, var fulltrúi íslenskra bænda á fundinum.
Fréttir 16. september 2020

Sjálfbær og holl matvæli eru í forgrunni

Höfundur: Erla Gunnarsdóttir

Á dögunum héldu Samtök nor­rænna bændasamtaka (NBC) stóran ársfund sinn sem að þessu sinni fór fram rafrænt. Til stóð að halda fundinn í Brumunddal í Noregi en vegna kórónakrísunnar var það ekki unnt á þessu ári. Fyrirferðarmestu málefni fundarins voru áhrif COVID-19 á landbúnað á Norðurlöndunum ásamt umhverfis-­ og loftslagsmálefnum, en formenn norrænu bænda­samtakanna sendu í framhaldi af fundinum ályktun í þeim efnum til Norðurlandaráðs.

Kórónukrísan hefur kastað nýju ljósi á mikilvægi matvælakerfa um allan heim og eru neytendur nú meðvitaðri um hvaða gildi norræn matvælaframleiðsla hefur. Á þessum erfiðum tímum hafa norrænir bændur og samvinnufélög þeirra sýnt hvað í þeim býr við að afhenda örugg, sjálfbær og holl matvæli. Hér að neðan má sjá brot úr ályktun sem formenn norrænu bændasamtakanna undirrituðu í kjölfarið af fundinum sem sent var til Norðurlandaráðs:

„Norrænn landbúnaður og skógariðnaður eru í fararbroddi þegar kemur að sjálfbærri framleiðslu. Við höfum heilbrigð dýr, minnstu notkun á sýklalyfjum í Evrópu, ákjósanlega notkun varnarefna og áburðar ásamt loftslagsskilvirkri framleiðslu. Bændur og skógareigendur stjórna stórum landsvæðum sem fanga upp og geyma kolefni og starfsemin leiðir af sér líffræðilegan fjölbreytileika og hreint vatn. Loftslagsbreytingarnar eru hnattræn ógnun sem eykur varnarleysi í matvælaframleiðslu.

Bændur og skógareigendur verða fyrir áhrifum vegna þessa en oft og tíðum eru það þessir aðilar sem hafa lausnir til að minnka losun. Norrænir bændur og samvinnufélög þeirra eru leiðandi þegar kemur að minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda sem hefur verið á bilinu 6–17 prósentum minna frá árinu 1990.

Losun gróðurhúsalofttegunda frá jórturdýrum er hluti af náttúrulegu ferli og horfa verður á það á annan hátt en losun vegna vinnslu og brennslu á jarðefnaeldsneyti. Ekki er hægt að koma í veg fyrir losun gróðurhúsalofttegunda frá líffræðilegum kerfum, þar á meðal landbúnaði. Norrænir bændur hafa í stórum mæli skuldbundið sig til að halda áfram með enn umhverfisvænni framleiðslu en áður. Nú þegar er unnið með verkfæri til að bæta fóðrun og uppskeru, skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir líforku ásamt framleiðslu á lífgasi úr búfjáráburði.“

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...