Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Setjum niður hvítlauk
Á faglegum nótum 27. október 2020

Setjum niður hvítlauk

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hvítlaukur er sagður vera hollur og vinsældir hans eru alltaf að aukast hér á landi, auk þess sem talsvert er um að fólk rækti sinn hvítlauk sjálft, enda er hann tiltölulega auðveldur í ræktun.

Það er ekkert sem mælir gegn því að setja niður nokkra hvítlauka í garðinn og rétti tíminn til þess er snemma í október.
Erfitt er fyrir víst að segja til um uppruna hvítlauks en talið er að það sé í Mið-Asíu, þar sem í dag eru ríkin Kasakstan og Kyrgyzstan og verulega víðfeðmt landsvæði.

Undirtegundirnar skiptast í tíu meginflokka og hundruð ef ekki þúsundir yrkja, afbrigða og staðbrigða. Hvítlauk er einnig skipt í lauka með flatan- eða toppháls með mjúkan harðan rótarháls.
Hvítlauk er yfirleitt fjölgað með kynlausri æxlun þar sem nýr laukur vex af hverju rifi sem er sett niður.

Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar með ræktun á hvítlauk hér og lofa mörg harðgerð yrki góðu. Hvítlaukur sem er harður við rótarhálsinn er yfirleitt harðgerðari á norðurslóðum en sá sem er linur. Sá harði myndar einnig lauka með stærri rif.

Þrátt fyrir að hvítlaukur vaxi í margs konar jarðvegi dafnar hann best í vel framræstum og lausum jarðvegi. Setja skal hvert rif niður í jarðveginn sem nemur um þrisvar sinnum hæð þess og breiðari endi rifsins skal vísa niður. Bilið milli rifanna skal vera nægt fyrir nýjan lauk að vaxa á milli. Auðvelt er að rækta hvítlauk í pottum úti á verönd eða svölum.

Best er að setja hvítlauk niður á haustin fyrir fyrsta frost og velja fremur stóra ferska og lífrænt og helst ræktaða lauka til niðursetningar en smáa og þurra til að tryggja góða uppskeru.

Laukjurta hefur verið neytt til manneldis frá ómunatíð og hafa leifar þeirra fundist við fornleifarannsóknir í bronsaldarbyggðum við botn Miðjarðarhafs frá fimmtu öld fyrir Kristsburð. Súmerskar leirtöflur frá annarri öld fyrir Krist sýna mataruppskriftir með lauk og í 4. Mósebók 11:5 „Nú munum við eftir fiskinum sem við fengum fyrir ekkert í Egyptalandi, gúrkunum, melónunum, blaðlaukunum, laukunum og hvítlaukunum“, sem bendir til laukræktunar í Egyptalandi á þeim tíma sem gyðingar eiga að hafa flúið landið með Móses í broddi fylkingar.

Laukur var hluti af trúarlífi og helgisiðum Egypta og í þeirra augum var lögun hans tákn um eilíft líf. Þeir voru notaðir við greftrun og fundist hafa leifar af lauk í augntóftum Ramses fjórða faraós. Laukur var hluti fæðu þeirra sem byggðu pýramídana og fyrsta verkfallið sem sögur fara af má rekja til þess að þeir fengu ekki sinn daglega skammt af hvítlauk.

Grikkir voru hrifnir af lauk til matargerðar og rómverskir skylmingaþrælar voru nuddaðir með lauk til þess að stæla vöðva þeirra og lengi hefur hönum verið gefinn laukur fyrir hanaat til að auka styrk þeirra.

Í Evrópu miðalda greiddu leigu­­liðar landskuld með lauk­knippi og þeir þóttu dýrmætir til gjafa og Kristófer Kólumbus hafði með sér lauka til Ameríku 1492.

Laukur þótti góður við ris­tregðu og skalla karla, ófrjósemi kvenna og húsdýra og tannpínu og hægðatregðu hjá báðum kynjum og búpeningi.

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.