Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Nýnemar í garðyrkju
Nýnemar í garðyrkju
Mynd / Lbhí
Skoðun 12. mars 2021

Sérálit Lbhí vegna starfmenntanáms í garðyrkju

Höfundur: Vilmundur Hansen

Mennta- og menningarmálaráðherra skipaði starfshóp í nóvember 2019 til að fara yfir stöðu og framtíðarskipulag starfsmenntanáms við Landbúnaðarháskóla Íslands sem fram fer á Hvanneyri og að Reykjum í Ölfusi. Tilefnið var áhyggjur hagaðila í garðyrkjugreinum sem töldu að verið væri að breyta inntaki og sýnileika námsins.

Niðurstöður sem fram koma í séráliti LbhÍ, sem birt er á vef Landbúnaðarháskólans, eru eftirfarandi:

Tækifæri innan garðyrkjunnar á Íslandi eru gríðarleg og brýnt að aðilar taki höndum saman ásamt stjórnvöldum um að koma innviðum á Reykjum í það horf að þeir séu fremstir í flokki á alþjóðlegan mælikvarða. Þannig mun námið verða sýnilegra og draga að unga fólkið sem þarf til nýliðunar.

Samstarf verði um að efla rannsóknir og nýsköpunarstarf enn frekar sem skili sér í bættum innviðum og til starfsmenntanámsins og atvinnulífsins með skilvirkum hætti.

Á undanförnum misserum hefur verið gert stórátak í átt að því að bæta innviði á Reykjum. Garðskálinn hefur verið endurbyggður og ýmsu öðru viðhaldi verið sinnt. Kynningarstarf hefur verið öflugt og nemendur skólans aldrei verið fleiri. Aðsókn í námið sló öll met sl. haust.

Í séráliti LbhÍ er lögð áhersla á styrkleika og samlegðaráhrif á milli skólastiga sem er ein af sérstöðum skólans. Í desember sl. ákvað mennta- og menningarmálaráðherra að starfsmenntanám í garðyrkju yrði fært til FSu. Undirbúningur að því hefur verið í gangi á undanförnum mánuðum og hefur Landbúnaðarháskóli Íslands sent frá sér þarfagreiningu um rannsóknir sem fram fara á Reykjum. Fjölbrautaskóli Suðurlands vinnur enn að þarfagreiningu sem snýr að starfsmenntanáminu í samvinnu við starfsfólk á Reykjum.

LbhÍ hefur lagt áherslu á að samlegðaráhrif sem eru á milli starfsmenntanámsins annars vegar og rannsóknastarfseminnar hins vegar verði áfram tryggð við breytinguna.

 

Ætlunin að jafna leikinn
Fréttir 25. mars 2025

Ætlunin að jafna leikinn

Markmið nýs jarðhitaátaks er að jafna leikinn á milli þeirra 90% landsmanna sem ...

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr
Fréttir 25. mars 2025

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr

Matsáætlun um vindorkuver á Þorvaldsstöðum í Borgarbyggð er nú í skipulagsgátt. ...

Jóhannes nýr bústjóri
Fréttir 24. mars 2025

Jóhannes nýr bústjóri

Jóhannes Kristjánsson hefur verið ráðinn bústjóri Hvanneyrarbúsins.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...