Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sendlingur
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Á faglegum nótum 11. júlí 2022

Sendlingur

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Sendlingur er gæfur og félagslyndur vaðfugl. Hann er lítill, frekar dökkur, lágfættur, með stuttan háls og frekar stuttan gogg.

Hann er staðfugl og algengasti vaðfuglinn á Íslandi á veturna. Á varpstöðvum eru sendlingar hógværir, láta áreiti lítið trufla sig og halda sér sem fastast við hreiðrið. Þeir færa sig jafnvel ekki fyrr en komið er alveg upp að þeim. Varpstofninn er metinn um 15.000 varppör. Þeir verpa helst til fjalla en einnig á annesjum og hrjóstrum á láglendi. Hreiðrin eru fremur lítilfjörleg á berangri upp við steina eða þúfur. Fuglarnir skiptast á að liggja á eggjunum í fyrstu en karlfuglinn tekur síðan alfarið við og sér að mestu eða öllu leyti um uppeldi unganna. Ungarnir stoppa mjög stutt í hreiðrinu, þeir fara fljótlega á ról og geta strax byrjað að borða upp á eigin spýtur. Rétt tæplega helmingur allra sendlinga í heiminum er að finna á Íslandi, við berum því mikla ábyrgð á þessum litla vaðfugli.

Skylt efni: fuglinn

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...