Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Saumastofan
Menning 27. mars 2023

Saumastofan

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Leikfélag Hofsóss stendur nú í æfingum á verkinu Saumastofan, skrifuðu af Kjartani Ragnarssyni í tilefni kvennafrídagsins, 24. október árið 1975.

Er verkið í raun þjóðfélagsádeila þar sem kjör kynjanna eru tekin fyrir en það ár er kallað kvennaárið, er Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ákvað að það skyldi sérstaklega helgað málefnum kvenna. Segir frá sex konum, starfandi á saumastofu sem ákveða að slá upp afmælisveislu og deila með viðstöddum sögum sínum á litríkan hátt. Inn í skemmtunina fléttast svo umræðan um hlutverk kvenna í samfélaginu. 

Í sýningunni eru níu leikarar á aldrinum 15 til 60 ára eða þar um bil og hefur heilt á litið gengið ótrúlega vel samkvæmt formanni félagsins, henni Fríðu Eyjólfsdóttur. Leikstjóri verksins er svo María Sigurðardóttir, en hún hefur áralanga reynslu sem leikstjóri bæði hjá hinum ýmsu áhugaleikfélögum sem og í atvinnuleikhúsi.

Sýnt verður í Höfðaborg á Hofsósi, en miðapantanir og frekari upplýsingar eru í s. 854-6737.

Skylt efni: Áhugaleikhús

Glæsilegt Íslandsmót í hestaíþróttum
Fréttir 11. júlí 2025

Glæsilegt Íslandsmót í hestaíþróttum

Íslandsmót fullorðinna og ungmenna var haldið á Brávöllum á Selfossi dagana 25. ...

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í íslenskum svínum
Fréttir 11. júlí 2025

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í íslenskum svínum

Matvælastofnun (MAST) greindi frá því í byrjun mánaðar að MÓSA bakteríur hefðu g...

Ársfundi LSB frestað aftur
Fréttir 11. júlí 2025

Ársfundi LSB frestað aftur

Í sumar hefur þurft að fresta ársfundi Lífeyrissjóðs bænda tvisvar.

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað
Fréttir 11. júlí 2025

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað

Þrjár sauðfjárveikivarnarlínur hafa verið lagðar niður og fækkar varnarhólfum um...

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár
Fréttir 11. júlí 2025

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár

Atvinnuvegaráðuneytið hefur sent kartöflubændunum í Hrauk í Þykkvabænum fyrirmæl...

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...