Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Sauðfjárbændur vonsviknir
Fréttir 14. ágúst 2014

Sauðfjárbændur vonsviknir

Stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er yfir vonbrigðum með fyrstu afurðaverðskrár haustsins, sem nú hafa litið dagsins ljós frá sláturhúsi KVH og kjötafurðastöð KS. Verði verðskrár annarra sláturleyfishafa svipaðar er útlit fyrir að afurðaverð standi í stað frá því í fyrra.  Það þýðir að verð til bænda verður tæpar 600 kr/kg fyrir lambakjöt og 175 kr/kg fyrir annað kindakjöt.

„Afurðaverð til íslenskra sauðfjárbænda er orðið mjög lágt í alþjóðlegum samanburði. Meðalverð fyrir lambakjöt skv. nýjustu verðskrám er áþekkt og í Póllandi.  Sé það borið saman við  afurðaverð í 17 öðrum Evrópulöndum er það hærra í fjórtán þeirra (allt að 60%). Einu samanburðarlöndin þar sem verðið er lægra eru Eistland og Rúmenía. Til að nefna nokkur dæmi er verðið nú um 740 kr/kg í Bretlandi, 760 kr/kg í Danmörku og 820 kr/kg í Svíþjóð.

Sauðfjárbændur hvetja sláturleyfishafa til að sækja betur fram í markaðs- og sölustarfi fyrir lambakjöt. Allt útlit er fyrir að metfjöldi ferðamanna sæki Ísland heim í sumar og í því felast mikil tækifæri. Jafnframt hefur komið fram í fréttum að umframeftirspurn er eftir kjöti á innanlandsmarkaði, sem mæta hefur þurft með innflutningi. Íslenska lambakjötið hefur ekki verið nýtt til að fylla það tómarúm. Til að byggja greinina upp til framtíðar þarf að styrkja þennan þátt verulega í sessi og efla  erlenda markaðssókn um leið,“ segir í tilkynningu stjórnarinnar

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...

Kortlagning ræktunarlands
Fréttir 30. nóvember 2023

Kortlagning ræktunarlands

Gert er ráð fyrir að þings­ályktunar­tillaga um nýja lands­skipulagsstefnu til 1...

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum
Fréttir 27. nóvember 2023

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum

Nýtt fagstaðlaráð hefur verið stofnað undir hatti Staðlaráðs Íslands. Það verður...