Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sauðfjárbændur vonsviknir
Fréttir 14. ágúst 2014

Sauðfjárbændur vonsviknir

Stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er yfir vonbrigðum með fyrstu afurðaverðskrár haustsins, sem nú hafa litið dagsins ljós frá sláturhúsi KVH og kjötafurðastöð KS. Verði verðskrár annarra sláturleyfishafa svipaðar er útlit fyrir að afurðaverð standi í stað frá því í fyrra.  Það þýðir að verð til bænda verður tæpar 600 kr/kg fyrir lambakjöt og 175 kr/kg fyrir annað kindakjöt.

„Afurðaverð til íslenskra sauðfjárbænda er orðið mjög lágt í alþjóðlegum samanburði. Meðalverð fyrir lambakjöt skv. nýjustu verðskrám er áþekkt og í Póllandi.  Sé það borið saman við  afurðaverð í 17 öðrum Evrópulöndum er það hærra í fjórtán þeirra (allt að 60%). Einu samanburðarlöndin þar sem verðið er lægra eru Eistland og Rúmenía. Til að nefna nokkur dæmi er verðið nú um 740 kr/kg í Bretlandi, 760 kr/kg í Danmörku og 820 kr/kg í Svíþjóð.

Sauðfjárbændur hvetja sláturleyfishafa til að sækja betur fram í markaðs- og sölustarfi fyrir lambakjöt. Allt útlit er fyrir að metfjöldi ferðamanna sæki Ísland heim í sumar og í því felast mikil tækifæri. Jafnframt hefur komið fram í fréttum að umframeftirspurn er eftir kjöti á innanlandsmarkaði, sem mæta hefur þurft með innflutningi. Íslenska lambakjötið hefur ekki verið nýtt til að fylla það tómarúm. Til að byggja greinina upp til framtíðar þarf að styrkja þennan þátt verulega í sessi og efla  erlenda markaðssókn um leið,“ segir í tilkynningu stjórnarinnar

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...