Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Myndin sýnir reiknað meðal afurðaverð fyrir dilkakjöt á árunum 2013–2019 og útgefið viðmiðunarverð Landssamtaka sauðfjárbænda fyrir árin 2020–2021.
Myndin sýnir reiknað meðal afurðaverð fyrir dilkakjöt á árunum 2013–2019 og útgefið viðmiðunarverð Landssamtaka sauðfjárbænda fyrir árin 2020–2021.
Skoðun 16. júlí 2020

Sauðfjárbændur gefa út viðmiðunarverð fyrir dilkakjöt haustið 2020

Höfundur: Guðfinna Harpa Árnadóttir
Nú á miðju sumri horfa sauðfjárbændur til haustsins. Haustið er sá tími sem tekjur ársins skila sér til sauðfjárbænda. Hins vegar er árangur alls erfiðis bænda undir því komið að afurðaverð standi undir þeim kostnaði sem til fellur við framleiðsluna. Öllum er ljós sú staða sem sauðfjárræktin er í. 
 
Hrun í afurðaverði árin 2016 og 2017 hefur ekki skilað sér til baka nema að litlu leyti. Framleiðslu­kostnaður lambakjöts er mun hærri en afurðatekjur og þar hefur verið umtalsverður munur síðustu þrjú ár.  Er nú svo komið að ekki verður haldið áfram nema að sauðfjárbændum sé tryggð eðlileg afkoma af sínu starfi.
 
LS gefur út viðmiðunarverð
 
Samkvæmt 8. grein búvörulaga (99/1993) er Landssamtökum sauðfjárbænda heimilt að gefa út viðmiðunarverð á sauðfjárafurðum.  Viðmiðunarverðið er hins vegar ekki bindandi fyrir kaupendur afurða.  Verðlagning sauðfjárafurða er frjáls á öllum sölustigum.
 
Landssamtök sauðfjárbænda hafa ákveðið að gefa út viðmiðunarverð fyrir dilkakjöt haustið 2020 og það skuli vera 600 kr/kg sem er hækkun um 132 kr/kg frá reiknuðu meðalverði haustsins 2019 með þeim viðbótargreiðslum sem greiddar hafa verið. Með þessu verði er ekki verið að ná fram fullri leiðréttingu á afurðaverði, til þess þyrfti það að vera um 690 kr/kg. Lagt er til að leiðrétting á afurðaverði komi að fullu til baka haustið 2021. Er þá miðað við að afurðaverð sem var haustið 2013 hafi fylgt verðlagsþróun.
 
Landssamtök sauðfjárbænda vilja í sínu viðmiðunarverði horfa til þess að sú leiðrétting sem nauðsynleg er fari fram á fleiri en einu ári vegna aðlögunar markaðarins að breyttu verði og vegna þess að Landssamtökum sauðfjárbænda er ljós sú staða sem nú er upp í þjóðfélaginu og alþjóðasamfélaginu vegna COVID-19 faraldursins. Faraldurinn hefur hins vegar sýnt okkur að það er sannarlega þörf á því að efla og tryggja innlenda matvælaframleiðslu. COVID-19 ástandið mun hafa veruleg áhrif á rekstur afurðastöðva eins og flestra annarra fyrirtækja í landinu.  Mikilvægt er að sauðfjárbændum verði ekki sendur reikningurinn vegna þess þar sem þar er ekki borð fyrir báru, heldur verði leitað eftir stuðningi frá stjórnvöldum til að tryggja rekstur þessara mikilvægu fyrirtækja. 
 
Tryggja þarf bændum sanngjarnan hluta í virðiskeðjunni
 
Landssamtök sauðfjárbænda telja að ekki sé þörf á því að láta þessa hækkun til bænda koma alla beint upp virðiskeðjuna og til neytenda.  Þar köllum við afurðastöðvar og ekki síður verslunina til ábyrgðar. Skoðið álagningu á lambakjöt. Tryggið bændum sanngjarnan hluta í virðiskeðju afurðanna.
 
Lambið hefur ekki haldið í við verðlagsþróun
 
Verðlag á lambakjöti, eins og það er mælt af Hagstofu Íslands, hefur hins vegar ekki haldið í við almenna verðlagsþróun. Ef horft er til verðþróunar frá upphafi árs 2016 þá hefur vísitala neysluverðs hækkað um 13% á meðan lambakjöt hefur aðeins hækkað um 3%. Það ætti því að vera ráðrúm fyrir verslunina að sækja hluta leiðréttingarinnar með breytingu á verði og skila beint til bænda án þess að neytendur finni meira fyrir því en öðrum hækkunum. 
 
Birgðir í sögulegu lágmarki
 
Þær aðgerðir sem farið var í eftir verðhrun áranna 2016 og 2017 hafa skilað þeim árangri að nú eru birgðir af lambakjöti við upphaf sláturtíðar í sögulegu lágmarki. Ekki er því lengur um að ræða yfirþrýstan markað og birgðasöfnun. Þá hefur framleiðsla á dilkakjöti dregist verulega saman, eða  úr um 9.300 tonnum árið 2017 í 8.300 tonn árið 2019.  Miðað við ásetningstölur mun enn draga úr framleiðslu í haust og er framleiðsla haustsins áætluð um 8.000 tonn af dilkakjöti. Það er hins vegar ljóst að óvissa er með afkomu af útflutningi á hliðarafurðum og því lambakjöti sem flutt verður út á komandi hausti.  Verð og eftirspurn á mörkuðum hefur frekar gefið eftir vegna COVID-19 áhrifa en hitt, en á móti kemur að þróun gengis hefur verið hagstæð fyrir útflutning.
  
Komið að þolmörkum
 
Afkoma sauðfjárbænda verður að batna strax í haust. Ekki er ráðrúm til að ganga meira á eigið fé rekstrarins og er nú endanlega komið að þolmörkum margra sauðfjárbænda. Ef ekki verður verulegur viðsnúningur nú í haust liggur ljóst fyrir að bændur munu draga enn meira úr framleiðslu.  Fjölmargir munu hætta búskap.  Sauðfjárræktin skapar verðmæt störf í samfélögum þar sem hvert starf er dýrmætt.  Sauðfjárbúskapur byggir á samvinnu bænda við ýmis verkefni. Með fækkun bænda verður þeim sem eftir eru erfiðara að sinna þeim verkefnum.  Landssamtök sauðfjárbænda skora á afurðastöðvar, kjötvinnslur og verslanir að standa vörð um íslenska matvælaframleiðslu.
 
Guðfinna Harpa Árnadóttir
Höfundur er formaður Landssamtaka sauðfjárbænda.
 
Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...