Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Sauðfé fjarlægt af bæ í Suðurumdæmi
Fréttir 7. nóvember 2014

Sauðfé fjarlægt af bæ í Suðurumdæmi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Matvælastofnun svipti bónda í Suðurumdæmi sauðfé sínu vegna óviðunandi aðbúnaðar og umhirðu. Þetta kemur fram á heimasíðu stofnunarinnar.

Rúmlega 300 kindum á bænum hefur nú verið slátrað. Um ítrekuð brot var að ræða án þess að kröfur Matvælastofnunar um úrbætur væru virtar.

Matvælastofnun hefur haft afskipti af sauðfjárbýli í Suðurdæmi undanfarin ár vegna ófullnægjandi aðbúnaðar og umhirðu. Húsakostur á bænum var m.a. ófullnægjandi síðastliðinn vetur en tryggja þarf viðeigandi húsnæði og innréttingar skv. lögum um velferð dýra. Matvælastofnun gaf lokafrest til úrbóta til 15. september til að tryggja fullnægjandi aðstöðu dýra í vetur en kröfur um úrbætur voru ekki virtar.

Með dýravelferðarlögum hefur Matvælastofnun heimild til að framkvæma vörslusviptingu á dýrum þegar dýraeigendur fylgja ekki reglum um velferð dýra og virða ekki tilgreinda fresti sem þeim eru gefnir. Þær rúmlegu 300 kindur sem voru á bænum voru fjarlægðar og sendar til slátrunar.

Mikill áhugi á íbúðum
Fréttir 7. október 2024

Mikill áhugi á íbúðum

Þrettán umsóknir um sex íbúðir á Kirkjubæjarklaustri bárust íbúðarfélagi Brákar.

Þrjár efstu frá sama bæ
Fréttir 7. október 2024

Þrjár efstu frá sama bæ

Fjórtán hryssur hljóta heiðursverðlaun fyrir afkvæmi í ár. Þrjár efstu hryssurna...

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...