Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sauðfé fjarlægt af bæ í Suðurumdæmi
Fréttir 7. nóvember 2014

Sauðfé fjarlægt af bæ í Suðurumdæmi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Matvælastofnun svipti bónda í Suðurumdæmi sauðfé sínu vegna óviðunandi aðbúnaðar og umhirðu. Þetta kemur fram á heimasíðu stofnunarinnar.

Rúmlega 300 kindum á bænum hefur nú verið slátrað. Um ítrekuð brot var að ræða án þess að kröfur Matvælastofnunar um úrbætur væru virtar.

Matvælastofnun hefur haft afskipti af sauðfjárbýli í Suðurdæmi undanfarin ár vegna ófullnægjandi aðbúnaðar og umhirðu. Húsakostur á bænum var m.a. ófullnægjandi síðastliðinn vetur en tryggja þarf viðeigandi húsnæði og innréttingar skv. lögum um velferð dýra. Matvælastofnun gaf lokafrest til úrbóta til 15. september til að tryggja fullnægjandi aðstöðu dýra í vetur en kröfur um úrbætur voru ekki virtar.

Með dýravelferðarlögum hefur Matvælastofnun heimild til að framkvæma vörslusviptingu á dýrum þegar dýraeigendur fylgja ekki reglum um velferð dýra og virða ekki tilgreinda fresti sem þeim eru gefnir. Þær rúmlegu 300 kindur sem voru á bænum voru fjarlægðar og sendar til slátrunar.

Samstaða framleiðenda afar mikilvæg
Fréttir 9. júní 2023

Samstaða framleiðenda afar mikilvæg

Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir, geitfjárbóndi á Háafelli í Hvítársíðu, var kjör...

Flutningur nautgripa yfir varnarlínur
Fréttir 9. júní 2023

Flutningur nautgripa yfir varnarlínur

Nokkuð hefur borið á misskilningi eftir að reglum um flutning nautgripa yfir var...

Kornræktendur fá fyrirframgreiðslu
Fréttir 9. júní 2023

Kornræktendur fá fyrirframgreiðslu

Opnað var fyrir umsóknir um jarðræktarstyrki og landgreiðslur þann 1. júní sl.

Þrír handhafar landgræðsluverðlauna
Fréttir 9. júní 2023

Þrír handhafar landgræðsluverðlauna

Októ Einarsson, Skógræktarfélag Kópavogs og ferðaþjónustufyrirtækið Midgard eru ...

Auknar fjárveitingar til viðhalds varnarlína í Miðfjarðarhólfi
Fréttir 8. júní 2023

Auknar fjárveitingar til viðhalds varnarlína í Miðfjarðarhólfi

Fjárveitingar til viðhalds á tveimur varnarlínum sauðfjársjúkdóma milli Miðfjarð...

Nýr lausapenni
Fréttir 8. júní 2023

Nýr lausapenni

Umfangsmeira Bændablað kallar á mannafla og er Þórdís Anna Gylfadóttir nýr liðsf...

Dregur úr innlendri framleiðslu nautakjöts
Fréttir 8. júní 2023

Dregur úr innlendri framleiðslu nautakjöts

Samdráttur í nautakjötsframleiðslu nú er afleiðing lægra afurðaverðs árið 2021 a...

Eitt sýni jákvætt á Urriðaá
Fréttir 8. júní 2023

Eitt sýni jákvætt á Urriðaá

Nú er ljóst að eina staðfesta riðuveikitilfellið á Urriðaá í Miðfirði var í kind...