Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sannyrði sem særa landbúnaðarráðherra
Lesendarýni 30. september 2019

Sannyrði sem særa landbúnaðarráðherra

Höfundur: Einar Freyr Elínarson, bóndi í Sólheimahjáleigu

Grein Kristjáns Þórs Júlíussonar „Illyrði án innihalds“ sem birt var í síðasta Bændablaði er nokkurs konar svar við fyrri grein undirritaðs þar sem ráðherra þótti tekið djúpt í árinni. Það er enda ekki nokkur ástæða til annars en kannski á orðatiltækið um að sannleikanum verði hver sárreiðastur vel við viðbrögð Kristjáns Þórs.

Ráðherrann heldur því fram að verið sé að styrkja stjórnsýslu landbúnaðarins. Hið rétta er að enn frekar er verið að minnka skrifborðið sem geymir málefni landbúnaðarins innan stofnana og ráðuneytis Kristjáns Þórs með því að leggja niður Búnaðarstofu. Það er auðvitað óásættanlegt að ekki sé til staðar nægileg fagleg þekking á landbúnaðinum innan ráðuneytisins því án hennar nást aldrei nein markmið um öflugan landbúnað – sama hversu fallega þau eru orðuð.

Kristján Þór hreykir sér af því að hann hafi ekki þurft neina aðstoð til þess að snúa ákvörðun sinni um að opna alfarið fyrir tollkvóta á lambahryggjum. Trúverðugleiki þess verður ekki dreginn í efa hér en það að honum hafi yfir höfuð dottið þetta í hug er furðulegt, enda hefði með þessu stórri atvinnugrein á Íslandi verið stofnað í bráða hættu.

Er framtíðin meira af því sama?

Ráðherra þótti undirritaður fara ófögrum orðum um framtíð landbúnaðarins. Það væri mikil firring af hálfu bænda að neita að horfast í augu við staðreynd málsins. Íslensk framleiðsla, ekki bara landbúnaður, hefur verið á hröðu undanhaldi gagnvart innflutningi. Undir eðlilegum kringumstæðum þá myndu ráðherrar í atvinnuvegaráðuneyti vilja finna leiðir til að snúa þeirri þróun. En á meðan menn vilja ekki einu sinni viðurkenna vandann þá verður hann ekki leystur.

Hvernig ætla menn að snúa þessari þróun? Svör og lausnir væru auðvitað til ef fyrir lægi pólitískur vilji. Vandamálið er kannski að hluta til að bændur sjálfir hafa margir verið feimnir við að ræða aukið vægi þeirra leiða sem eru áhrifaríkastar; beinn ríkisstuðningur og tollvernd.

Bændur verða að þora að tala um mikilvægi tollverndar fyrir landbúnaðinn. Án hennar mun 21. aldar nýlendustefnan sem byggir allt sitt á innflutningi sem grundvallast á ódýru vinnuafli og ódýrri framleiðslu halda áfram að grafa undan íslenskri framleiðslu. Stórkaupmenn og stjórnmálamenn sem eru hallir undir þeirra málstað bera svo gjarnan fyrir sig neytendum sem þeir reyna að telja trú um að græði fúlgur á þessu.

Það þarf öfluga tollvernd og eins þarf aukinn ríkisstuðning við enn fleiri greinar landbúnaðar ef efling hans er hið raunverulega markmið. Íslenskir bændur og matvæli eru mikilvægur hlekkur í því að viðhalda heilbrigðu og sjálfbæru samfélagi. Íslenskur landbúnaður er líka umhverfisvænn. Stjórnmálamenn sem slá um sig með orðfæri eins og að lækka þurfi kolefnisfótspor en vinna á sama tíma á móti innlendri framleiðslu eða sýna henni algjört skeytingarleysi eru lítið annað en hlægilegir. Það er eins og þeir haldi að mengunin sé engin á vörum sem flytja þarf hingað til lands með skipum eða flugi. Það besta sem alvöru umhverfissinnar gætu gert væri að styðja eins myndarlega við innlenda framleiðslu og hægt er á meðan við vinnum okkur að þeim stað að íslensk framleiðsla sé sem næst því að vera alveg sjálfbær með nýtingu auðlinda okkar; með raf- eða metanknúnum tækjum, hreinu vatni og heilbrigðu búfé.

Tómt tal um samráð

Kristján Þór leggur áherslu á samráð í öllum sínum málflutningi. Það er auðvitað ekki til neins að óska eftir samráði eða slá um sig með fundarhöldum ef aldrei er hlustað eða tekið mark á gagnrýni. Nægir þar að nefna að ráðherra hunsaði alfarið vilja bænda í hinu svokallaða hráakjötsmáli og tekur jafnframt ekkert mark á innsendum athugasemdum frá BÍ, LK, SG og Mast við frumvarp sitt sem gengur út á að leggja niður Búnaðarstofu.

Ráðherra segir að ekki þurfa að heyja stríð. Þrátt fyrir þá fullyrðingu mætir ráðherrann nokkuð brynvarinn fram á ritvöllinn og mundar pennann. Á meðan ekkert er um það rætt hvernig auka eigi íslenska framleiðslu og hlutdeild hennar á markaði með öðru en skýrslum eða ófjármögnuðum áætlunum þá eiga bændur ekki að láta blekkja sig með að ekki sé þörf á því að þeir berjist fyrir sínum hagsmunum – það gerir það enginn ef við gerum það ekki sjálf.

Einar Freyr Elínarson, bóndi í Sólheimahjáleigu

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi
Fréttir 20. júní 2025

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi

Hófsperra er kvalafullur sjúkdómur í hrossum sem sífellt er að verða algengari h...

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum
Fréttir 20. júní 2025

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri sumardaginn fyrsta á Hvanneyri þar sem...

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl á...

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæ...

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið
Fréttir 19. júní 2025

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið

Á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu má sjá lítil viðarhús merkt Pikkoló sem er ís...

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús
Fréttir 19. júní 2025

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús

Í maí 2024 fannst heitt vatn í Tungudal við Ísafjörð, aðeins um þremur kílómetru...

Spornað við útrýmingu
Fréttir 19. júní 2025

Spornað við útrýmingu

Nýlega var stofnað Fagráð um geitfjárrækt. Er það talið nauðsynlegt til að stuðl...