Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Við undirskrift samninga.
Við undirskrift samninga.
Líf og starf 9. júní 2021

Samtök smáframleiðenda matvæla gera tímamótasamning við Eimskip

Í maí tók gildi nýr viðskipta­samningur milli Samtaka smáfram­leiðenda matvæla (SSFM) og Eimskips sem eykur verulega hagkvæmni í innanlandsflutningum félagsmanna.

Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri SSFM, segir að samtökin hafi farið þess á leit við Eimskip að gera viðskiptasamning um innanlandsflutning sem myndi auka fyrirsjáanleika og tæki sérstaklega til þess að sendingar þeirra væru að jafnaði smáar:

„Við lögðum áherslu á að flutningskostnaður mætti ekki vera hindrun í vegi smáframleiðenda matvæla til að koma vörum sínum í verslanir eða beint til neytenda.“

Hún segir að flutningur sé óum­flýjanlegur hluti af viðskiptum félags­manna sem séu staðsettir um land allt og því mikilvægt að hann dragi ekki úr samkeppnishæfni þeirra.

Pálmar Viggósson, sölustjóri á innanlandssviði Eimskips, segir að hann hafi tekið vel í umleitanir samtakanna.

„Við hjá Eimskip teljum mikil­­vægt að styðja við grasrót matvæla­framleiðenda á Íslandi, enda eru vöruflutningar mikilvægur partur af starfsemi þessara fyrirtækja. Nýr samningur var kynntur félagsmönnum SSFM í lok apríl, bæði skriflega og á rafrænum kynningarfundi og var honum vel tekið.“

Pálmar segir Eimskip vera sérfræðinga í kæli- og frystivöru og því hafa matvæli alltaf verið stór hluti af flutningum fyrirtækisins. „Við tryggjum að matvæli séu flutt á réttan hátt frá móttöku til afhendingar og stöndumst ströng skilyrði um matvælaöryggi,“ segir Pálmar.

„Eimskip er með stærsta dreifi­net landsins, um áttatíu viðkomustaði, sem þýðir að við keyrum hvert á land sem er, sem skiptir fyrirtæki innan samtakanna miklu máli þar sem þau eru staðsett víðs vegar um landið og viðskiptavinahópur þeirra einnig.“

„Við hlökkum til að eiga í góð­um samskiptum og árangursríku samstarfi við þau og fylgjast með þeim vaxa og dafna í framhaldinu,“ segir Pálmar að lokum.

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...