Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Við undirskrift samninga.
Við undirskrift samninga.
Líf og starf 9. júní 2021

Samtök smáframleiðenda matvæla gera tímamótasamning við Eimskip

Í maí tók gildi nýr viðskipta­samningur milli Samtaka smáfram­leiðenda matvæla (SSFM) og Eimskips sem eykur verulega hagkvæmni í innanlandsflutningum félagsmanna.

Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri SSFM, segir að samtökin hafi farið þess á leit við Eimskip að gera viðskiptasamning um innanlandsflutning sem myndi auka fyrirsjáanleika og tæki sérstaklega til þess að sendingar þeirra væru að jafnaði smáar:

„Við lögðum áherslu á að flutningskostnaður mætti ekki vera hindrun í vegi smáframleiðenda matvæla til að koma vörum sínum í verslanir eða beint til neytenda.“

Hún segir að flutningur sé óum­flýjanlegur hluti af viðskiptum félags­manna sem séu staðsettir um land allt og því mikilvægt að hann dragi ekki úr samkeppnishæfni þeirra.

Pálmar Viggósson, sölustjóri á innanlandssviði Eimskips, segir að hann hafi tekið vel í umleitanir samtakanna.

„Við hjá Eimskip teljum mikil­­vægt að styðja við grasrót matvæla­framleiðenda á Íslandi, enda eru vöruflutningar mikilvægur partur af starfsemi þessara fyrirtækja. Nýr samningur var kynntur félagsmönnum SSFM í lok apríl, bæði skriflega og á rafrænum kynningarfundi og var honum vel tekið.“

Pálmar segir Eimskip vera sérfræðinga í kæli- og frystivöru og því hafa matvæli alltaf verið stór hluti af flutningum fyrirtækisins. „Við tryggjum að matvæli séu flutt á réttan hátt frá móttöku til afhendingar og stöndumst ströng skilyrði um matvælaöryggi,“ segir Pálmar.

„Eimskip er með stærsta dreifi­net landsins, um áttatíu viðkomustaði, sem þýðir að við keyrum hvert á land sem er, sem skiptir fyrirtæki innan samtakanna miklu máli þar sem þau eru staðsett víðs vegar um landið og viðskiptavinahópur þeirra einnig.“

„Við hlökkum til að eiga í góð­um samskiptum og árangursríku samstarfi við þau og fylgjast með þeim vaxa og dafna í framhaldinu,“ segir Pálmar að lokum.

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.